Skip to main content
FjarfundirFréttirGeðheilbrigðismál

Hugarró með Hugarafli 10.apríl kl.11:00 í opnu streymi á facebook síðu Hugarafls

By apríl 10, 2020No Comments

Staðan í samfélaginu hefur ekki farið framhjá neinum og óvissan getur lagst þungt á sálina. Það getur hjálpað að ræða málin og þannig getum við stutt hvert annað við að komast í gegnum þetta tímabil saman.

Við höfum því boðið íslensku samfélagi upp á afslappað samtal um geðheilsu, tilfinningar og önnur tengd málefni á föstudögum kl. 11. Okkur þykir gífurlega mikilvægt að þetta mikilvæga samtal falli ekki niður þrátt fyrir páskahátíðina þar sem það hefur líklega aldrei skipt meira máli að hafa einhverja rútínu, festu í lífinu og reglulegt samneyti við fólk sem skilur hvað við göngum í gegnum. Af þessum ástæðum munum við halda ótrauð áfram með beint streymi frá Hugarafli.

Við munum senda beint út hér á facebook, föstudaginn 10. apríl kl. 11, og Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi og framkvæmdastjóri Hugarafls mun leitast við að svara spurningum ykkar. Hér gefst tækifæri til að senda inn spurningar, leita lausna eða tala um það sem ykkur liggur á hjarta.