Aðalstjórn Hugarafls skipa:
Sævar Þór Jónsson lögmaður
Birkir Jón Jónsson, fyrrverandi þingmaður
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, stjórnarformaður og eigandi Perago bygg
Unnur Þorsteinsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands
Bjarni Karlsson prestur.
Framkvæmdastjórn Hugarafls
Málfríður Hrund Einarsdóttir
Ninna Karla Katrínar
Fjóla Kristín Ólafardóttir
Grétar Björnsson
Thelma Ásdísardóttir
Tinna Björnsdóttir
Halla Einarsdóttir
Hlutverk stjórnar
Ábyrgð og ákvarðanataka
Eins og fram kemur í lögum félagsins eru fjármál og samstarf við endurskoðanda á ábyrgð stjórnar. Fjármál og fjárútlát eru rædd opið á Hugaraflsfundum. Minni háttar ákvarðanir við fjárútlát eru tekin á Hugaraflsfundum en stærri fjárútlát eru ákveðin í samráði við stjórn og með samþykki stjórnar. Fjármál eru á ábyrgð stjórnar. Fjárframlögum er ætlað að standa undir starfssemi Hugarafls sem ávallt byggir á markmiðum og hugmyndafræði. Einnig stuðlar Hugaraflshópurinn (virkir Hugaraflsfélagar), og stjórn að mótun nýrra verkefna og fjáröflun til þeirra.
Hlutverk stjórnar er einnig að gæta þess að unnið sé samkvæmt markmiðum og hugmyndafræði Hugarafls. Stjórn tekur ábyrgð á að varðveita sögu Hugarafls og þau markmið sem stofnendur lögðu upp með. Stjórnin ber einnig ábyrgð á að stuðla að því að hugsjónin sé öllum kunn og höfð í heiðri á hverjum tíma. Stjórnarmenn þurfa að vera til fyrirmyndar varðandi ofangreind atriði og ávallt fara eftir lögum Hugarafls, og fylgja verklags- og húsreglum í hvívetna.
Ef upp kemur erfið ákvarðanataka sem gæti klofið Hugaraflshópinn eða skapað meiri háttar erfiðleika innan Hugarafls, tekur stjórn að sér ákvarðanatöku og ábyrgð á henni gagnvart félagsmönnum og öðrum sem málið kann að varða. Þá vísar Hugaraflhópurinn ákvarðanatöku sem ekki var hægt að leysa á Hugaraflsfundum til stjórnar að loknum umræðum á Hugaraflsfundi .
Ef alvarleg áföll eiga sér stað sem erfitt er fyrir Hugaraflshópinn að leysa, er hægt að vísa því til stjórnar. Stjórn ræðir málið, kemur með tillögur að úrvinnslu og tekur jafnframt ábyrgð á að útfæra tillögur í takt við hugmyndafræði og markmið Hugarafls, með heill starfshópsins að leiðarljósi.
Þeir sem bjóða sig fram til stjórnar þurfa að þekkja vel innviði starfsins og vera vel að sér í hugmyndafræði Hugarafls. Þeir þurfa einnig að hafa verið virkir á Hugaraflsfundum í a.m.k ár. hafa verið til fyrirmyndar og ávallt farið eftir og virt verklags-og húsreglur félagsins .
Starfsfólk Hugarafls
Nanna Þórisdóttir
Sími: 414-1550
Fjóla Kristín Ólafardóttir
Netfang: fjola@hugarafl.is
Sími: 414-1550
Auður Axelsdóttir
Sími: 414-1550
Grétar Björnsson
Sími: 414-1550
Kristín Stefánsdóttir
Sími: 414-1550
Guðfinna Kristjánsdóttir
Sími: 414-1550