Notendur við stjórnvölinn

Stjórn Hugarafls

Sjö manna stjórn er kosin á aðalfundi félagsins sem haldinn er ár hvert auk varamanna. Stjórnarmeðlimir skipta með sér verkum þannig að skipaður er stjórnarformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnendur.

Málfríður Hrund Einarsdóttir

Formaður Hugarafls

Fjóla Ólafardóttir

Verkefnastjóri

Inga Hanna Gabríelsdóttir

Inga Hanna Gabríelsdóttir

Halla Einarsdóttir

Fanney Björk Ingólfsdóttir

Verkefnastjóri

Þórður Páll Jónínuson

Þórður Páll Jónínuson

Formaður Unghuga

Varamenn í stjórn

Birna Gunnarsdóttir

Birna Gunnarsdóttir

Harpa Sif Halldórsdóttir

Harpa Sif Halldórsdóttir

Fulltrúi Unghuga

Hrefna Svanborgar Karlsdóttir

Hrefna Svanborgar Karlsdóttir

Hlutverk stjórnar

Ábyrgð og ákvarðanataka

Eins og fram kemur í lögum félagsins eru fjármál og samstarf við endurskoðanda á ábyrgð stjórnar. Fjármál og fjárútlát eru rædd opið á Hugaraflsfundum. Minni háttar ákvarðanir við fjárútlát eru tekin á Hugaraflsfundum en stærri fjárútlát eru ákveðin í samráði við stjórn og með samþykki stjórnar. Fjármál eru á ábyrgð stjórnar. Fjárframlögum er ætlað að standa undir starfssemi Hugarafls sem ávallt byggir á markmiðum og hugmyndafræði. Einnig stuðlar Hugaraflshópurinn (virkir Hugaraflsfélagar), og stjórn að mótun nýrra verkefna og fjáröflun til þeirra.

Hlutverk stjórnar er einnig að gæta þess að unnið sé samkvæmt markmiðum og hugmyndafræði Hugarafls. Stjórn tekur ábyrgð á að varðveita sögu Hugarafls og þau markmið sem stofnendur lögðu upp með. Stjórnin ber einnig ábyrgð á að stuðla að því að hugsjónin sé öllum kunn og höfð í heiðri á hverjum tíma. Stjórnarmenn þurfa að vera til fyrirmyndar varðandi ofangreind atriði og ávallt fara eftir lögum Hugarafls, og fylgja verklags- og húsreglum í hvívetna.

Ef upp kemur erfið ákvarðanataka sem gæti klofið Hugaraflshópinn eða skapað meiri háttar erfiðleika innan Hugarafls, tekur stjórn að sér ákvarðanatöku og ábyrgð á henni gagnvart félagsmönnum og öðrum sem málið kann að varða. Þá vísar Hugaraflhópurinn ákvarðanatöku sem ekki var hægt að leysa á Hugaraflsfundum til stjórnar að loknum umræðum á Hugaraflsfundi .

Ef alvarleg áföll eiga sér stað sem erfitt er fyrir Hugaraflshópinn að leysa, er hægt að vísa því til stjórnar. Stjórn ræðir málið, kemur með tillögur að úrvinnslu og tekur jafnframt ábyrgð á að útfæra tillögur í takt við hugmyndafræði og markmið Hugarafls, með heill starfshópsins að leiðarljósi.

Þeir sem bjóða sig fram til stjórnar þurfa að þekkja vel innviði starfsins og vera vel að sér í hugmyndafræði Hugarafls. Þeir þurfa einnig að hafa verið virkir á Hugaraflsfundum í a.m.k ár. hafa verið til fyrirmyndar og ávallt farið eftir og virt verklags-og húsreglur félagsins .

Í stjórn skal ávallt vera einn meðlimur frá unghugum ef þeir eru starfandi innan Hugarafls þegar stjórn er mynduð.

Starfsfólk Hugarafls

Svava Arnardóttir

Iðjuþjálfi

Netfang: svava@hugarafl.is
Sími: 831-5115

Fanney Björk Ingólfsdóttir

Verkefnastjóri

Netfang: fanney@hugarafl.is
Sími: 414-1550

Fjóla Kristín Ólafardóttir

Verkefnastjóri

Netfang: fjola@hugarafl.is
Sími: 414-1550

Dumitrita Simion

Verkefnastjóri

Netfang: dumitrita@hugarafl.is
Sími: 414-1550

Unnur Guðrún Óskarsdóttir

Jógakennari

Sími: 414-1550

Auður Axelsdóttir

Iðjuþjálfi

Sími: 414-1550

Bragi Reynir Sæmundsson

Sálfræðingur

Sími: 414-1550

Nanna Þórisdóttir

Gjaldkeri

Sími: 414-1550