Skip to main content
Unga fólkið er framtíðin

Á réttum forsendum

Unghugar eða Ungmenni í Hugarafli eru hópur fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára innan Hugarafls. Hópurinn var stofnaður af ungum Hugaraflsfélögum þann 24. ágúst 2009. Markmiðið með stofnun Unghuga var að skapa vettvang fyrir ungt fólk innan Hugarafls til þess að ræða við annað ungt fólk sem hefur svipaða reynslu.

Reglulegir fundir

Fjölbreytt og hvetjandi starf

Hópurinn hittist á vikulegum fundum. Á fundum ungmenna í Hugarafli eru valdefling og bati í fyrirrúmi. 

Auk vikulegra funda taka Unghugar virkan þátt í annarri starfsemi Hugarafls og öðrum verkefnum, innlendum sem erlendum, eftir áhuga hópsins að hverju sinni.

Starfsemi Unghuga fer fram á reglulegum fundum á miðvikudögum kl.11:00-12:00. Félagsleg dagskrá utan hefðbundins tíma er auglýst sérstaklega innan hópsins. 

Símanúmer: 4141550. Vinsamlegast látið okkur vita ef þið hafið áhuga á að slást með í för. Áhugasamir geta fengið kynningu á starfi Hugarafls á mánudögum klukkan 11:00. Hægt er að senda okkur póst á hugarafl@hugarafl.is

Samstarf við Erasmus+