Vagga valdeflingar 

Empowerment Center í Boston

Hugmyndafræði valdeflingar kemur upphaflega frá baráttukonunni og aðgerðarsinnanum Judi Chamberlin.  Hún hafði lengi barist fyrir réttindum einstaklinga með geðraskanir í Bandaríkjunum og gaf meðal annars út bókina On our own árið 1978.  Skilgreining Judi á valdeflingu og rannsóknir hennar á hvað þurfi að vera til staðar svo þjónusta geti talist valdeflandi eru fyrirmyndin af starfinu í Lágmúla 9.  Judi kom í heimsókn til Íslands árið 2005 og hélt tveggja daga vinnusmiðju á vegum Hugarafls.

Geðlæknirinn Daniel B. Fisher er annar öflugur málsvari valdeflingar og starfaði með Judi í Boston þar til hún lést 2010.  Þau voru miklir vinir og Judi var mentor Dan í valdeflingu. Fisher lauk prófi frá Harvard Medical háskólanum eftir að hann náði bata af geðklofa og er einn af fáum geðlæknum í heiminum sem talar opinberlega um reynslu sína af geðsjúkdómum.  Fisher er höfundur af eCPR (andlegu hjartahnoði) og PACE batamódelinu sem Hugarafl hefur nýtt í sinni þjónustu til margra ára. Meðhöfundur Dan að PACE var Laurie Ahern aðstoðarframkvæmdastjóri Empowerment Center. 

Daniel Fisher er framkvæmdastjóri Empowerment Center og hefur margsinnis komið til Íslands á vegum Hugarafls og haldið hér fyrirlestra, námskeið og vinnusmiðjur ásamt því að miðla sögu sinni og reynslu til að efla batamiðaða nálgun hér á landi.

Judi
Judi Chaimberlin var baráttukona fyrir réttindum fólks með geðræn veikindi.
Daniel Fisher á námskeiði um eCPR í Hugarafli.
Patch Adams
Patch Adams kom síðast til Íslands árið 2015.

Trúður og læknir

Patch Adams

Margir muna eftir bíómyndinni um Patch Adams með Robin Williams í aðalhlutverki.  Myndin sem byggir á ævi trúðsins og læknisins var meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna og naut mikilla vinsælda.  Patch Adams er ekki síður vinsæll hvar sem hann kemur enda er góðmennskan og grínið ávalt með í för. Aðalmarkmið Patch er að minnka ofbeldi í heiminum, efla kærleika og húmor.

Patch er góðvinur Hugaraflsfólks og hefur tvívegis komið til Íslands í boði samtakanna.  Í bæði skiptin hélt hann vinnusmiðjur og fyrirlestra fyrir fullu húsi enda einstakur og kraftmikill maður sem hefur miklu að miðla.  Patch hefur sína sögu af geðrænum áskorunum í æsku og segir gjarnan frá því hvernig honum tókst að vinna úr þeim málum. Það er mikil lífsreynsla að kynnast Patch og hans viðhorf til lífsins mættu gjarnan vera fyrirmynd hjá miklu fleirum.  Þá byggjum við alveg ábyggilega í betri heimi þar sem mannréttindi væru hátt skrifuð.

Húmor er mótefni við öllum veikindum

PATCH ADAMSTrúður og læknir

Evrópusamstarf

Erasmus +

Stór hluti af erlendu samstarfi fer fram innan Erasmus+ verkefna sem hafa vaxið hratt á undanförnum árum.  Evrópa Unga fólksins, þjónustuskrifstofa og þekkingarmiðstöð fyrir æskulýðsstarf á Íslandi, hefur stutt við bakið á samstarfinu og aðstoðað Hugarafl við að færa út kvíarnar. Hugarafl á sér nú fjölmarga samstarfsaðila um alla Evrópu sem skapa fjölmörg tækifæri fyrir notendur til að gefa af sér hér bæði innanlands og erlendis.

Strong Young Minds

Hugarafl ásamt 4 öðrum félagasamtökum í 3 löndum vinna nú að tveggja ára verkefni við að útbúa kennsluefni fyrir æskulýðsleiðtoga sem sinna aldurshópnum 14 til 18 ára.  Samstarfsfélög okkar í þessu verkefni eru Minte Forte og Ask Yourself í Rúmeníu, Ha Moment í Portúgal og Scout Valencias á Spáni. Verkefninu lauk í september 2018 og þá varð allt námsefnið aðgengilegt á vefsíðu sem hönnuð er í tengslum við verkefnið.

Young Minds go Europe

Á ráðstefnu í Tallinn 2016 náðust góð tengsl milli Hugarafls og tveggja öflugra þjálfara sem starfa víðsvegar um Evrópu í leiðtogaþjálfun, hópefli, markþjálfun fyrir vinnustaði, sjálfseflingu og alls kyns vinnu með ungu fólki.  Fljótlega eftir ráðstefnuna hófst vinna við verkefni fyrir ungmennahóp á Íslandi. Úr varð vikulangt leiðtoga- og hópeflisnámskeið sem haldið var í Lækjarbotnum og í Hugarafli. Námskeiðið hafði mikil áhrif á um 20 manna hóp ungmenna sem tók þátt og efldi bæði einstaklinga og hópinn sem heild í verkefnum sem fylgdu í kjölfarið.

Myndband um Strong Young Minds verkefnið.
Frá námskeiði á vegum Erasmus+.

Fræðsluhlutverk 

Ráðstefnur og fundir

Erlendir fyrirlesarar ásamt formanni Hugarafls á ráðstefnu 2017.
Hallgrímur – Maður eins og ég er ein fárra heimildarmynda sem gerðar hafa verið hérlendis um geðheilbrigðismál.

Hugarafl hefur staðið fyrir fjölda ráðstefna um geðheilbrigðismál  á Íslandi.  Auk ráðstefna og vinnusmiðja sem tengjast fyrrnefndum samstarfsaðilum má sem dæmi nefna nýlega ráðstefnu um geðlyfjanotkun á Íslandi sem haldin var í maí 2017.  Á ráðstefnunni talaði meðal annars Robert Whitaker, verðlaunaður rannsóknarblaðamaður og höfundur bókanna Mad in America og Anatomy of an Epidemic.  Whitaker hlaut verðlaun árið 2010 fyrir bestu rannsóknarblaðamennskuna fyrir síðarnefndu bókina.   Annar erlendur frummælandi á ráðstefnunni var Carina Håkansson sem hélt erindi um að mæta fólki án greininga og lyfja.  Carina vinnur sem félagsráðgjafi og sálfræðingur í Svíþjóð og kom meðal annars á alþjóðlegri stofnun til að styðja fólk við að hætta á geðlyfjum.  Stofnunin stuðlar að uppýsingaflæði, veitir fleiri valmöguleika og horfir heildrænt á bataferlið.

Mikil eftirspurn er jafnframt eftir þátttöku Hugarafls á ráðstefnum og fræðslum erlendis.  Á hverju ári fara fulltrúar frá Hugarafli með fyrirlestra á slíkar ráðstefnur og taka þannig virkan þátt í að bæta geðheilbrigði um allan heim. Heimildarmyndin „Hallgrímur-maður eins og ég“ hefur einnig nýst vel í að kynna starf Hugarafls erlendis og var myndin meðal annars sýnd á kvikmyndahátíðinni „Mad film festival“ í október 2014.  Myndin hefur verið notuð til kennslu í Boston University og verið þýdd á fjölda tungumála.