Endurhæfingarlífeyrir
Við fáum reglulega beiðni um að útbúa endurhæfingaráætlanir með fólki sem er að vinna að bættri geðheilsu sinni. Grundvallaratriði er að við útbúum slíkar áætlanir eingöngu fyrir Hugaraflsfélaga og því er fyrsta skrefið að sækja um aðild (sjá nánar í “nýliðaferlið”).
Í starfshópnum okkar eru meðal annars tveir iðjuþjálfar og sálfræðingur og þau sjá um gerð endurhæfingaráætlana í Hugarafli. Forsenda fyrir því að við vinnum endurhæfingaráætlun í samstarfi við þátttakanda er að viðkomandi hafi kynnt sér starfsemina, prófað hópana og gefið sér reynslutímabil í um 3-4 vikur. Þetta er meðal annars til að tryggja það að við séum að útbúa áætlun sem inniheldur dagskrárliði sem fólki hentar og þau hafa prófað áður.