Skip to main content
1.grein

Nafn og tengsl

Heiti félagsins er Hugarafl. Aðsetur Hugarafls er Síðumúli 6, 108 Reykjavík.

Hópurinn var stofnaður af:

Auði Axelsdóttur,

Garðari Jónassyni,

Hallgrími Björgvinssyni,

Jóni Ara Arasyni og

Ragnhildi Bragadóttur.

Þrír af stofnendum Hugarafls eru látnir þ.e. Garðar Jónasson, Hallgrímur Björgvinsson og Ragnhildur Bragadóttir og einn stofnandi er hættur, Jón Ari Arason.

Rúmrask við geðdeild.

Stjórnin leggur áherslu á að tryggja að hugsjón, markmið og saga félagsins glatist ekki. Gert er ráð fyrir að reglulegt samstarf fari fram við fagaðila innan sem utan kerfis sem láta sig geðheilbrigðismál varða

2. grein

Markmið

Aðalmarkmið Hugarafls er að hafa jákvæð áhrif á íslenskt geðheilbrigðiskerfi. Einnig eru markmið samtakanna eftirfarandi:

–  að uppræta fordóma í íslensku samfélagi

– að efla hlutverk og þátttöku einstaklinga sem eru að efla geðheilsu sína í samfélaginu

– að efla þekkingu almennings og fagfólks á bataferli einstaklinga sem eru að efla geðheilsu sína

– að kynna og starfa eftir hugmyndafræði valdeflingar og batamódelsins

– að starfrækja og þróa þjónustu og úrræði fyrir einstaklinga sem eru að efla geðheilsu sína samkvæmt ofangreindri hugmyndafræði.

Hugarafl nýtir reynslu einstaklinga sem eru að efla geðheilsu sína og menntun og reynslu fagfólks til að koma markmiðum sínum á framfæri. Reynslan er sett í farveg og nýtt til að efla og bæta þjónustu, að efla virðingu í kerfinu öllu (heilbrigðis-og velferðarkerfi) og til að stuðla að áframhaldandi þróun í þessa átt. Hugarafl getur einnig sinnt lokuðum verkefnum í samstarfi við t.d. sveitarfélög. Hugarafl nýtir verkefni, samstarf fagfólks og notenda, sýnileika Hugaraflsfólks og notendastýrða endurhæfingu, til að vinna að markmiðum sínum.

3. grein

Stjórn, starfsemi og ráðstöfun fjár

Stjórn, starfsemi og ráðstöfun fjár

Fimm manna uppstillt aðalstjórn er kosin á aðalfundi félagsins sem er haldinn ár hvert auk tveggja varamanna. Aðalstjórn skiptir þannig með sér verkum að skipaður er aðalstjórnarformaður, ritari og meðstjórnendur. Hlutverk aðalstjórnar er að gæta þess að starfsemi félagsins sé í samræmi við lög, sinna fjáröflun og að gætt sé sanngirni gagnvart Hugarafli út á við. Aðalstjórn er kosin til tveggja ára í senn og skal enginn sitja lengur en sex ár samfellt í aðalstjórn Hugarafls.

Fimm manna stjórn er kosin á aðalfundi félagsins auk tveggja varamanna. Stjórn skiptir með sér verkum þannig að skipaður er stjórnarformaður, ritari og meðstjórnendur. Stjórn framkvæmir ákvarðanir aðalstjórnar, sér um innra starf Hugarafls og skiptir með sér verkum eins og þörf er á. Stjórn er kosin til tveggja ára í senn. Enginn skal sitja lengur en sex ár samfellt í stjórn Hugarafls þó með þeim fyrirvara að berist hvorki framboð né næg framboð, fá sitjandi stjórnarmeðlimir tækifæri til að bjóða sig fram á nýjan leik. Haldinn verður auka aðalfundur til þess að kjósa þar um. Viðkomandi situr þá í stjórn fram að næstu kosningum.

Stjórn félagsins ræður framkvæmdastjóra sem fer með daglegan rekstur ásamt stjórn. Framkvæmdastjóri er ekki meðlimur í stjórn en situr fundi þeirra.

Stjórnarseta er sjálfboðastarf og án þóknunar.

Gjaldkeri starfar utan stjórnar og gerður er ráðningarsamningur til eins árs í senn.

Fjármál og samstarf við endurskoðanda er á ábyrgð stjórnar. Fjármál og fjárútlát eru rædd á opnum Hugaraflsfundum. Minni háttar ákvarðanir við fjárútlát eru tekin á Hugaraflsfundum en stærri fjárútlát eru ákveðin í samráði við stjórn og með samþykki stjórnar. Fjármál eru á ábyrgð stjórnar. Fjárframlögum er ætlað að standa undir starfsemi Hugarafls sem ávallt byggir á markmiðum og hugmyndafræði. Einnig stuðlar Hugaraflshópurinn (virkir Hugaraflsfélagar), og stjórn að mótun nýrra verkefna og fjáröflun til þeirra.

Hlutverk stjórnar er einnig að gæta þess að unnið sé samkvæmt markmiðum og hugmyndafræði Hugarafls. Stjórn tekur ábyrgð á að varðveita sögu Hugarafls og þau markmið sem stofnendur lögðu upp með. Stjórnin ber einnig ábyrgð á að stuðla að því að hugsjónin sé öllum kunn og höfð í heiðri á hverjum tíma. Stjórnarmenn þurfa að vera til fyrirmyndar varðandi ofangreind atriði og ávallt fara eftir lögum Hugarafls, og fylgja verklags- og húsreglum í hvívetna.

Ef upp kemur erfið ákvarðanataka sem gæti klofið Hugaraflshópinn eða skapað meiri háttar erfiðleika innan Hugarafls, tekur stjórn að sér ákvarðanatöku og ábyrgð á henni gagnvart félagsmönnum og öðrum sem málið kann að varða. Þá vísar Hugaraflshópurinn ákvarðanatöku sem ekki var hægt að leysa á Hugaraflsfundum til stjórnar að loknum umræðum á Hugaraflsfundi.

Ef alvarleg áföll eiga sér stað sem erfitt er fyrir Hugaraflshópinn að leysa, er hægt að vísa því til stjórnar. Stjórn ræðir málið, kemur með tillögur að úrvinnslu og tekur jafnframt ábyrgð á að útfæra tillögur í takt við hugmyndafræði og markmið Hugarafls, með heill starfshópsins að leiðarljósi.

Þeir sem bjóða sig fram til stjórnar þurfa að þekkja vel innviði starfsins og vera vel að sér í hugmyndafræði Hugarafls. Þeir þurfa einnig að hafa verið virkir á Hugaraflsfundum í a.m.k ár, hafa verið til fyrirmyndar og ávallt farið eftir og virt verklags-og húsreglur félagsins .

4.grein

Fjárframlög

Fjárframlög geta komið frá ríki, borg, sveitarfélögum, og frjálsum framlögum fyrirtækja og einstaklinga. Einnig kemur fjármagn inn með ýmsum fjáröflunum og þátttöku í viðburðum eins og Reykjavíkurmaraþoni. 

Stjórn og verkefnastjórar sjá um að sótt sé reglulega um opinbera styrki og tekur ábyrgð á öðrum umsóknum um styrki og hvetur félagsmenn til árvekni um fjármál og umsóknir.

Allar styrkumsóknir þarfnast samþykkis stjórnar.

Skrifað undir samning í Velferðarráðuneytinu 2017.
5. grein

Félagsgjöld og þátttaka félagsmanna

Félagar í Hugarafli þurfa að virða verklags- og húsreglur félagsins í hvívetna. Allir félagsmenn þurfa að sýna almennt siðferði, kurteisi vinsemd og virðingu.

Ef félagsmaður fer ekki eftir ofangreindu eða brýtur reglur félagsins fær hann aðvörun, ef félagsmaður virðir ekki aðvörun og bætir sig ekki á neinn hátt er stjórn heimilt að vísa viðkomandi úr félaginu.

Félagsmaður sem hefur verið fjarverandi frá starfinu í 6 mánuði eða lengur og vill byrja aftur, þarf, til að geta stundað fundi og grúppur, að fara í viðtal.  Annaðhvort við stjórnarmann eða starfsmann Hugarafls. Tilgangur þessa viðtals er að kynna mögulegar breytingar sem orðið hafa á starfinu og viðra væntingar og markmið.

Félagsmaður sem hefur ekki verið virkur í starfi Hugarafls í 3 mánuði eða lengur fyrir aðalfund hefur ekki atkvæðarétt í kosningum á aðalfundi félagsins.

Félagsmenn greiða ekki félagsgjöld og er þjónustan á vegum Hugarafls að kostnaðarlausu fyrir utan einstaka lokuð námskeið.

Verk sem sköpuð eru í starfi Hugarafls sem og verða til utan hefðbundinnar dagskrár félagsins eru eign félagsins. Félagsmaður eða félagsmenn er koma að hugmyndum sem verða að verki framselja höfundarétt að verkinu til Hugarafls og þannig helst verkið innan félagsins. Gerður verður samningur við félagsmenn í upphafi verkefnis í hvert skipti.

6. grein

Trúnaðarmaður

Aðalfundur Hugarafls fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda árlega og eigi síðar en 1. september ár hvert. Til aðalfundar skal boða með sannanlegum hætti með minnst 21 dags fyrirvara. Fundarboðið skal að lágmarki birt á vefsíðu félagsins, hengt upp á tilkynningatöflu félagsins og kynnt á Hugaraflsfundi. Óskað skal eftir framboðum, bæði til aðalstjórnar og varastjórnar, í fundarboði aðalfundar. 

Allir þeir sem uppfylla skilyrði félagsaðildar Hugarafls eru velkomnir á aðalfund félagsins og hafa eitt atkvæði hver svo framarlega að skilyrði 5. greinar séu uppfyllt. Starfsmenn Hugarafls hafa málfrelsi og tillögurétt á aðalfundi rétt eins og félagsmenn Hugarafls. 

Á fundinum gilda almenn fundarsköp og ræður meirihluti greiddra atkvæða niðurstöðu nema um lagabreytingar þá þarf 2/3 greiddra atkvæða.

6. grein

Trúnaðarmaður

Félagsmenn Hugarafls kjósa sér trúnaðarmann til eins árs í senn. Hægt er að bjóða sig fram til að gegna hlutverki trúnaðarmanns aftur að þeim tíma liðnum.

Allir félagsmenn Hugarafls geta boðið sig fram í kosningu til trúnaðarmanns Hugarafls en gerð er sú krafa að til að geta boðið sig fram sem trúnaðarmaður félagsins að viðkomandi sé virkur félagsmaður Hugarafls og hafi verið það í a.m.k. ár.

Trúnaðarmaður er kosinn á fyrsta Hugaraflsfundi eftir sumarleyfi, sem að jafnaði eru haldnir í september ár hvert. Félagsmenn kjósa trúnaðarmann. Auglýst er eftir framboðum til trúnaðarmanns á lokaðri Facebook síðu félagsins, sem virkir félagsmenn hafa aðgang að. Alla jafna verður auglýsing sett þar inn í júní ár hvert.

Trúnaðarmaður er tengiliður félagsmanna við aðalstjórn, stjórn og starfsfólk Hugarafls. Hlutverk trúnaðarmanns er að vera til staðar fyrir félagsmenn og auðvelda samskipti við stjórn og starfsfólk félagsins.

7. grein

Aðalfundur

Aðalfundur Hugarafls fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda árlega og eigi síðar en 1. september ár hvert. Til aðalfundar skal boða með sannanlegum hætti með minnst 21 dags fyrirvara. Fundarboðið skal að lágmarki birt á vefsíðu félagsins, hengt upp á tilkynningatöflu félagsins og kynnt á Hugaraflsfundi. Óskað skal eftir framboðum, bæði til aðalstjórnar og varastjórnar, í fundarboði aðalfundar.

Allir þeir sem uppfylla skilyrði félagsaðildar Hugarafls eru velkomnir á aðalfund félagsins og hafa eitt atkvæði hver svo framarlega að skilyrði 5. greinar séu uppfyllt. Starfsmenn Hugarafls hafa málfrelsi og tillögurétt á aðalfundi rétt eins og félagsmenn Hugarafls.

Á fundinum gilda almenn fundarsköp og ræður meirihluti greiddra atkvæða niðurstöðu nema um lagabreytingar þá þarf 2/3 greiddra atkvæða.

8. grein

Dagskrá aðalfundar

Dagskrá aðalfundar skal í það minnsta innihalda:

  1. Ávarp formanns, aðalfundur settur
  2. Staðfest skipan fundarstjóra, fundarritara og tveggja atkvæðateljara
  3. Staðfest lögmæti aðalfundarboðs
  4. Skýrsla stjórnar
  5. Ársreikningur síðasta árs kynntur og borinn upp til samþykktar
  6. Lagabreytingar
  7. Kosning stjórnar
  8. Önnur mál
  9. Fundarslit
Fundað í Hugarafli
9. grein

Breytingar og niðurlagning

Stjórnin tekur ákvarðanir um breytingar og niðurlagningu Hugarafls í samráði við Hugaraflshópinn. 

Ef leggja skal Hugarafl niður þarf að halda tvo aðalfundi þar sem meirihluti tekur ákvörðun um niðurlagningu og fjármunir ef einhverjir eru í sjóði verður ráðstafað. Fénu verður ráðstafað til einstaklinga sem eru að vinna að geðheilbrigði sínu á einhvern hátt; valið verður á milli þess að styrkja einstaklinga sem sækja um til ákveðinna verkefna eða til að styrkja starf sem lýtur að starfi notenda á einhvern hátt. Fénu verður þannig ráðstafað í samræmi við markmið Hugarafls með samþykkt meirihluta.

10. grein

Verklagsreglur

Samhliða lögum Hugarafls eru gefnar út verklagsreglur sem eiga að vera öllum aðgengilegar og lýsa hvernig lögum þessum er fylgt. Kynna þarf verklagsreglur og samþykkja á Hugaraflsfundi til þess að þær taki gildi.

Samþykkt á aðalfundi 31.maí 2023