Nýliðaferlið

Fyrstu skrefin
Fyrstu skrefin í Hugarafli

Það er dýrmætur og mikilvægur hluti af starfi Hugarafls að taka á móti nýju fólki í félagið.

Hugarafl er opið úrræði sem þýðir að það þarf hvorki læknisvottorð, tilvísun eða greiningu til að taka þátt í starfseminni. Hugarafl er opið öllum 18 ára og eldri, óháð búsetu.

Kynningarfundir eru haldnir í Síðumúla 6 á mánudögum kl.11:00. Við tökum vel á móti gestum og fundurinn er öllum opinn.

Á fimmtudögum fer fram hittingur „Velkomin í hús“ kl.11:00-12:00 og við mælum með að nýliðar sæki þann fund á meðan þau kynnast starfinu nánar og hefja þátttöku. Hér er kjörið að spyrja spurninga og eiga góða stund.

Samvinna, tengsl
Samherjastuðningur