Nú fer öll dagskrá fram í gegnum fjarfundarbúnað

Nýliðaferlið

Fyrstu skrefin
Fyrstu skrefin á tímum samkomubanns

Það er dýrmætur og mikilvægur hluti af starfi Hugarafls að taka á móti nýju fólki í félagið.
Nýliðakynning er haldin einu sinni í viku, á mánudögum klukkan 13:00-14:00 í gegnum fjarfundabúnað. Í kjölfar kynningarinnar býðst fólki að skrifa undir félagsaðild og trúnaðarsamning og getur þá byrjað að taka þátt í starfseminni. Ef fólk óskar eftir því þá er í boði að fá aukinn stuðning inn í starfið. 

Hugarafl er opið úrræði sem þýðir að það þarf hvorki læknisvottorð, tilvísun eða greiningu til að taka þátt í starfseminni. Hugarafl er opið öllum 18 ára og eldri, óháð búsetu.

Til að skrá sig á nýliðakynningu er best að hringja í síma 414-1550 eða senda tölvupóst á hugarafl@hugarafl.is

Göngutúr í Laugardalnum
Skilningur notenda hjálpar mörgum