Skip to main content

Afmælisdagskrá Hugarafls 

MÁNUDAGUR 5.JÚNÍ
Pálínuboð –  Fögnum 20 ára afmæli Hugarafls saman á afmælisdaginn
Fræðsla: Open dialogue: Opið samtal felst í því að styðja fjölskyldur í að tala saman, fara í gegnum andlegar áskoranir og finna leið til að efla samtal á jafningjagrunni, samskipti og tengsl. Opið samtal er aðferð sem þróuð hefur verið í Finnlandi undanfarna þrjá áratugi. Tveir fagmenn setjast á rökstóla með fjölskyldunni og aðilinn sem er að ganga í gegnum andlegar áskoranir er með í öllu ferlinu. Ákvarðanataka er sameiginleg, ekkert samtal fer fram án allra úr fjölskyldunni sem sækja fundina. Ótrúlegur árangur hefur náðst í Finnlandi með þessari aðferð um 82 % þeirra sem hafa farið í gegnum hana hafa náð bata og farið aftur út í samfélagið.
Á Íslandi eigum við einn þjálfara í aðferðinni þ.e. Auði Axelsdóttur framkvæmdastjóra Hugarafls.
Auður Axelsdóttir fer með fræðsluna.
ÞRIÐJUDAGUR 6.JÚNÍ
Transformational breathwork journey – Sverrir Borgþór kemur í heimsókn til okkar og verður með þennan hóp!
Frá Sverri: Verið velkomin í öndunarferðalag þar sem við eru að vinna með áföll,erfiðar reynslur og sleppa tökunum á því sem við erum búin að byrgja inni kannski allt okkar líf. Opna okkur fyrir að fyrirgefa öðrum og okkur sjálfum.
Þessir tímar eru fyrir alla! Þá sem vilja vinna í sjálfum sér og þá sem eru tilbúnir að horfast í augu við það sem heldur aftur af okkur svo við getum lifað okkar besta mögulega lífi.
Andardrátturinn er meðal sem hefur breytt mínu lífi og ég hef séð fólk verða fyrir sterkum andlegum vakningum í fyrsta tíma hjá mér.
í þessum tíma ætlum við að sleppa tökunum á fortíðinni. Köfum djúpt ofan í undirmeðvitundina. losum um stíflur í orkustöðvunum. Eina sem þið þurfið að gera er að anda.
Fræðsla: Batagildin og hugtök – Grétar Björnsson ræðir um helstu hugmyndir og hugtök valdeflingar og batahugmyndafræðinnar sem eru leiðarljós í öllu starfi samtakanna.
MIÐVIKUDAGUR 7.JÚNÍ
Pylsupartý – Einstakur viðburður þar sem við megum bjóða fjölskyldu, vinum og nákomnum með okkur í Hugarafl og eigum góða stund saman, grilla og halda svolítið uppá sumarið… eða kanski frekar að kalla það fram !
Fræðsla: Jafningjastuðningur – Hugarafl hefur unnið með jafningjastuðning frá upphafi. Jafningjastuðningur í Hugarafli er mikilvægur liður í starfseminni þar sem fólk með reynslu getur stutt aðra félaga sem þurfa á samtali eða stuðning að halda. Það getur verið dýrmætt fyrir fólk sem er að ganga í gegnum erfiðleika að hitta einstaklinga sem deila svipaðari reynslu og geta verið til staðar. 6 einstaklingar frá Hugarafli sóttu námskeið til að öðlast réttindi í að veita jafningjastuðning og þjálfa fólk í jafningjastuðning á alþjóðavettvangi. Fjóla Ólafardóttir og Málfríður Hrund Einarsdóttir fara með fræðsluna.
FIMMTUDAGUR 8.JÚNÍ
Hátíðarhöld!! Stóri dagurinn! Mætum öll snemma í hús og hjálpumst að að græja fyrir hátíðina sjálfa sem byrjar klukkan 14:00
Sjá póst um hjálparhendur varðandi aðstoð sem vantar 🙂!
FÖSTUDAGUR 9.JÚNÍ
Útbúum sumardagskrá – Gerum fyrstu sumardagskrána saman. Þau sem eru áhugasöm um að leiða hópa í sumar mæta á þennan fund til þess að setja hann í dagskrá, einnig að bjóða áfram hóp sem hefur verið í gangi í þessari lotu eða öðrum fyrri lotum.
Danspartý með Önnu Claessen – Anna okkar ætlar að bjóða upp á danspartý í stofunni, fögnum síðasta degi afmælisvikunar með smá kvelli 
Fræðsla: eCPR andlegt hjartahnoð – Andlegt hjartahnoð, Emotional CPR(eCPR) byggir á nálgun sem Hugaraflsfólk hefur tileinkað sér undanfarin ár með aðstoð Daniel B. Fishers geðlæknis og hlotið viðurkennda þjálfun í. Fram fer samtal/nánd sem byggir á tengingu við tilfinningar og nýtist vel einstaklingum sem eru að ganga í gegnum alvarlegt tilfinningalegt álag. Andlegt hjartahnoð gagnast einnig vel þeim sem eiga erfitt með að tengjast á annan hátt, tengingin er í gegnum tilfinningar og hjartað, oft án orða. Einstaklingi er mætt með nánd, samlíðan og samveru á jafningjagrunni. Andlegt hjartahnoð er einnig notað fyrir hópa og í samfélögum þar sem áföll hafa orðið. Við erum að vonum ákaflega stolt yfir því að eiga þrjá útskrifaða þjálfara hjá Hugarafli og við hyggjumst fara af stað með námskeið í haust fyrir notendur, aðstandendur og fagfólk. Auður Axelsdóttir og Málfríður Hrund Einarsdóttir fara með fræðsluna.

Umsjón persónuverndarvalkosta

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

#
sc_anonymous_id, WIDGET::local::assignments

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

#
GPS, PREF, VISITOR_INFO1_LIVE, YSC, yt.innertube::nextId, yt.innertube::requests, yt-player-bandwidth, yt-player-two-stage-token, yt-remote-cast-installed, yt-remote-connected-devices, yt-remote-device-id, yt-remote-fast-check-period, yt-remote-session-app, yt-remote-session-name
IDE, test_cookie
UID, UIDR,

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.