Skip to main content
Björgum Geðheilsu – Eftirfylgd

Geðheilsa-Eftirfylgd er samfélagsleg geðþjónusta þar sem teymi fagfólks og notenda sinnir batahvetjandi stuðningi við einstaklinga og fjölskyldur þeirra.  Nú er fyrirhugað að leggja starfsemina sem hefur áhrif á fjölda notenda og starf Hugarafls sett í uppnám.

Hallgrímur – A Man like me

Heimildamynd um lífshlaup Hallgríms Björvinssonar sem er einn af stofnendum Hugarafls. Hallgrímur segir af hreinskilni frá lífsgöngu sinni; einelti í æsku, eiturlyfjaneyslu, gleði og erfiðleikum og því að vera greindur með geðklofa. Hann varð bráðkvaddur rétt eftir að framleiðslu myndarinnar lauk, síðsumars 2010, aðeins 34 ára.

Við mælum með

Hallgrímur í Kastljósi

Rætt við Auði Axelsdóttur og Eirík Guðmundsson um gerð myndarinnar um Hallgrím og um fráfall hans stuttu eftir að myndin kom út 2010.

Daniel Fisher í Kastljósi

Viðtal við Daniel Fisher sem náði fullum bata eftir alvalegan geðsjúkdóm.  Fisher lauk síðar námi við geðlækningar og þróaði eigin aðferðir sem byggja á valdeflingu og batamiðaðri nálgun.

Patch Adams á Íslandi

Patch Adams mætti í Kastljós, sagði sögu sína og lék á alls oddi eins og honum er von og vísa.  Patch hefur komið til Íslands á vegum Hugarafls til að benda á aðrar leiðir og fá fólk til að hlæja.

Úr ýmsum áttum

Strong Young Minds

Samstarfsverkefnið Strong Young Minds vinnur að því að útbúa námsefni fyrir ungt fólk á aldrinum 14-18 ára.  Auk Hugarafls taka samtök frá Rúmeníu, Spáni og Portúgal þátt.  Verkefnið er styrkt af Erasmus+.

Umfjöllun um Hugarafl á MBL

Umfjöllun um starfsemi Hugarafls sem birtist á mbl.is þriðjudaginn 4. apríl 2017. Rætt var við Formann Hugarafls og félaga sem nýta sér starfsemina til að viðhalda sínum lífsgæðum.

Dylan Tighe á Kaffi Rósenberg

Dylan Tighe hélt frábæra tónleika á Kaffi Rósenberg 11. október 2016. Dylan kom til Íslands í samstarfi við Hugarafl í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum, 10. október. Ógleymanleg kvöldstund.

Hugarafl eykur sjálfstraust

Úr fréttum Stöðvar 2 frá 12. nóvember 2007. Rætt er við Hugaraflsfólk um hvernig starf félagsins hefur styrkt samfélagsþátttöku og bata.