Skip to main content
FréttirMælt með

Þori, GET og vil

By December 17, 2017January 11th, 2018No Comments

Ákveðið hef­ur verið að leggja niður Geðheilsu- og eft­ir­fylgd­art­eymi (GET), sem starfað hef­ur inn­an heilsu­gæsl­unn­ar und­an­far­in fimmtán ár. For­stöðumaður teym­is­ins seg­ir um mikla aft­ur­för að ræða og stór hóp­ur muni líða fyr­ir ákvörðun­ina. Til teym­is­ins leit­ar bæði fólk sem hef­ur verið veikt lengi og fólk sem hef­ur dottið út úr sinni rútínu tíma­bundið vegna veik­inda.

„Við vilj­um varðveita þetta kon­sept og mun­um berj­ast fyr­ir því að staðsetja teymið ann­ars staðar,” seg­ir Auður Ax­els­dótt­ir.

Það hef­ur verið erfitt að fá ein­hvern einn til að taka ábyrgð á þessu en ákvörðunin er tek­in inn­an heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins. Frum­kvæðið kem­ur þaðan, ekki er vilji til að bjóða leng­ur upp á þessa þjón­ustu og ákvörðunin er tek­in án alls sam­ráðs við okk­ur. Þetta er mik­il aft­ur­för,“ seg­ir Auður Ax­els­dótt­ir, iðjuþjálfi og for­stöðumaður Geðheilsu- og eft­ir­fylgd­art­eym­is (GET), sem starfað hef­ur í þágu fólks með geðrask­an­ir í hálf­an ann­an ára­tug, en ákveðið hef­ur verið að leggja teymið niður.

Skýt­ur skökku við

Auður seg­ir þetta skjóta skökku við enda hafi Alþingi samþykkt á síðasta ári að stefna að fjölg­un fag­legra teyma af þessu tagi í heil­brigðis­kerf­inu. Þrjú ný teymi eru í burðarliðnum inn­an heilsu­gæsl­unn­ar en ekki hafi verið talað um að þau eigi að leysa GET af hólmi. „Þannig er alla vega ekki talað í mín eyru og vanda­málið er að ég fæ ekki nokk­urn mann til að tala út um málið. Er eðli­legt að rík­is­stofn­an­ir geti upp á sitt ein­dæmi tekið til sín fjár­magnið sem ætlað er starfi sem þessu en hent reynsl­unni og ár­angr­in­um? Notað fjár­magnið síðan í gjör­ólík teymi. Það er eitt­hvað bogið við þetta,“ seg­ir Auður og bæt­ir við að þjón­usta GET sé mjög ódýr.

Spurð hvort hún hafi snúið sér til heil­brigðisráðuneyt­is­ins kveðst hún hafa gert það en það hafi verið í tíð síðasta ráðherra. „Ég bind að sjálf­sögðu von­ir við það að nýr ráðherra sýni mál­inu áhuga og skiln­ing.“

Auður er ósátt við vinnu­brögðin en henni var til­kynnt ákvörðunin eft­ir að hún var tek­in og ekki var á nein­um tíma­punkti haft sam­ráð við hana eða aðra inn­an teym­is­ins. „Er ekki eðli­legt að ræða málið og kalla eft­ir sjón­ar­miðum teym­is­ins þegar áhersl­um er breytt með þess­um hætti?“ spyr hún. „Það sam­tal fór aldrei fram. Okk­ur bara til­kynnt niðurstaðan.“

Virk­ar vel sam­an

Fimmtán ár eru síðan GET var sett á lagg­irn­ar, að frum­kvæði Auðar, og samþykkti hún beiðni um að það yrði vistað inn­an heilsu­gæsl­unn­ar. Þjón­usta GET er þríþætt; ein­stak­lings­eft­ir­fylgd, aðstand­end­astuðning­ur og not­enda­hóp­ur. Á sama tíma stofnaði hún ásamt fjór­um ein­stak­ling­um með geðrask­an­ir Hug­arafl, sem er sam­starfs­hóp­ur not­enda og fag­fólks þar sem not­endaþekk­ing og hóp­astarf er í for­grunni. Hug­arafl hef­ur síðan unnið við hlið teym­is­ins.

„Ég hef verið brautryðjandi fyr­ir batanálg­un og vald­efl­ing­araðferð í vinnu með fólki með geðrask­an­ir og hef­ur þetta tvennt, fag­lega vinn­an sem fer fram inn­an teym­is­ins og fé­lags­lega vinn­an sem Hug­arafl hef­ur staðið fyr­ir af mikl­um mynd­ar­skap, virkað mjög vel sam­an. Við höf­um alltaf lagt áherslu á það að reynsla fólks með geðrask­an­ir skipti miklu máli. Við höf­um verið áber­andi í kerf­inu með þessi gildi og náð gríðarlega góðum ár­angri. Það er ekki síst vegna þess að við höf­um getað boðið upp á aðstoð bæði frá fag­fólki og fólki sem hef­ur reynt geðrask­an­ir á eig­in skinni,“ seg­ir Auður. Í álykt­un Sam­einuðu þjóðanna um geðheil­brigðismál er lögð áhersla á nálg­un eins og GET hef­ur þróað, opna per­sónu­lega þjón­ustu sem ein­stak­ling­ar geta leitað á eig­in for­send­um. „Því finnst mér skref stigið aft­ur á bak og val­mögu­leik­um í þjón­ustu fækkað.“

Með því að leggja niður teymið tap­ast ekki aðeins mik­il og dýr­mæt reynsla, held­ur líka opið úrræði, að sögn Auðar. „Við erum stærsta úrræðið á Íslandi sem er með opna end­ur­hæf­ingu sem sinnt er af fag­fólki og not­end­um í sam­vinnu. Hingað get­ur fólk komið inn af göt­unni, án þess að vera með grein­ingu, en við erum mikið til að sinna hópi sem á erfitt með að fara í aðra hefðbundna end­ur­hæf­ingu, eins og til dæm­is hjá Virk eða starf­send­ur­hæf­ing­ar­stöðvum.“

Nær væri að fjölga

Til teym­is­ins leit­ar bæði fólk sem hef­ur verið veikt lengi og fólk sem hef­ur dottið út úr sinni rútínu tíma­bundið vegna veik­inda. „Það mun stór hóp­ur líða fyr­ir þessa ákvörðun. Hvert á það fólk að fara sem kýs þessa batanálg­un? Þetta mun hægja á bata­ferli og jafn­vel í ein­hverj­um til­vik­um leiða til al­var­legs bak­slags í bata. Það tek­ur lang­an tíma að byggja upp traust og þekk­ingu not­enda á úrræðum.“

Að sögn Auðar hef­ur reynsl­an sýnt að hug­mynda­fræði og aðferðir GET henta vel þeim fjölda ein­stak­linga sem hef­ur nýtt sér þjón­ust­una til bata og auk­inn­ar þátt­töku í sam­fé­lag­inu og ár­ang­ur af starf­inu sé óum­deild­ur. Nú er unnið að frek­ari rann­sókn­um á ár­angri teym­is­ins og eru til dæm­is tvær meist­ara­rit­gerðir vænt­an­leg­ar frá Há­skóla Íslands um starf þess.

Grein­in birt­ist í heild í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.