Skip to main content
FréttirGeðheilbrigðismálMælt með

Stefnumótandi tillögur ungs fólks um sjálfsvígsforvarnir

Stefnumótandi tillögur ungs fólks um sjálfsvígsforvarnir

Hlustaðu-hópurinn varð til við undirbúning málþings sem haldið var 12. september í fyrra. En þar sögðu fimm ungmenni frá eigin reynslu af sjálfsskaða, sjálfsvígshugsunum og sjálfsvígstilraunum. Þau drógu fram rauða þræði um hvað virkaði og hvað mætti betur fara í þessum málaflokki, hvort heldur sem það varðar geðheilbrigðisþjónustu, menningu, samfélag eða stuðning ástvina. Að loknum erindum sátu þau fyrir svörum. Viðburðurinn sneri við hefðbundnum pallborðsumræðum þar sem unga fólkið, sem gjarnan er rætt um, stjórnaði umræðunni og forsvarsmenn úrræða og stjórnsýslunnar sátu á fremsta bekk meðal áheyrenda. Í kjölfar þessa málþings hefur hópurinn stækkað og vinnur nú að ýmsum spennandi verkefnum er varða þennan málaflokk.

 

Hér má sjá stefnumótandi tillögurnar í heildsinni:

Stefnumótandi tillögur í sjálfsvígsforvörnum - Hugarafl