Skip to main content
Greinar

Sparisjóðurinn styrkir átta verkefni í geðheilbrigðismálum

By febrúar 21, 2014No Comments

Sparisjóðurinn hefur hafið átak meðal viðskiptavina sinna og landsmanna allra til styrktar ákveðnum verkefnum átta frjálsra félagasamtaka á sviði geðheilbrigðismála. Átakið er kallað „Þú gefur styrk“ og stendur til jóla. Markmiðið er safna fé til að styðja vel við framsæknar hugmyndir á þessu sviði.

Frá þessu greinir í fréttatilkynningu, en Margrét Tryggvadóttir, forstöðumaður markaðssviðs Sparisjóðsins, kynnti verkefnið á blaðamannafundi á Grillinu á Hótel Sögu í Reykjavík í dag. Þar voru meðal annars viðstaddir leikararnir Ingvar Sigurðsson og Baltasar Kormákur, sem léku í þekktu atriði í kvikmyndinni Englar alheimsins, er gerð var eftir samnefndri bók Einars Más Guðmundssonar, er einnig var á Grillinu í dag.

Þau verkefni sem hljóta styrki voru valin með aðstoð fagfólks og eiga það sameiginlegt að vera uppbyggingar-, útbreiðslu-, fræðslu og þróunarverkefni í geðheilbrigðismálum.

Söfnunin er nýstárleg að því leyti að óskað er eftir þátttöku allra viðskiptavina Sparisjóðsins og getur hver um sig valið eitt af verkefnunum átta, segir í fréttatilkynningunni.

Í kjölfarið leggur Sparisjóðurinn 1.000 krónur til þess verkefnis í nafni viðskiptavinarins. Um leið er hver og einn hvattur til að leggja fram viðbótarframlag. Einnig verður opnaður söfnunarsími svo landsmenn allir geti lagt sitt af mörkum. Símanúmerið er 901 1000 og kostar hvert símtal 1.000 krónur sem dreifast jafnt á verkefnin átta. Með þessu móti er vonast til að alls takist að veita um 25 milljónum króna til þessara verkefna.

Félögin og verkefnin eru:

ADHD samtökin: Fræðsla og kynningarstarf á landsbyggðinni um málefni þeirra sem glíma við ofvirkni og athyglisbrest. Mikilvægt er að vinna gegn fordómum á þessu sviði.

Forma: Starfræksla ráðgjafaseturs þar sem fólk sem hefur unnið bug á átröskun veitir aðstoð og ráðgjöf og býður átröskunarsjúklingum öruggt athvarf þar sem þeir mæta skilyrðislausum skilningi.

Geðhjálp: Efling og uppbygging á starfi Geðhjálpar á landsbyggðinni með stofnun sjö deilda, hringinn í kringum landið, til að koma til móts við þarfir á hverjum stað.

Hugarafl: Undirbúningur að stofnun Hlutverkaseturs þar sem fólk á batavegi vinnur ýmis störf. Fyrstu starfsmenn verði ráðnir og fari um leið af örorku, sem eru merkileg tímamót.

Klúbburinn Geysir: Uppbygging atvinnu- og menntadeildar þar sem fólki á batavegi er hjálpað að taka fyrstu skrefin út í atvinnulífið og fær aðstoð og stuðning til að leita sér menntunar.

Ný leið: Tilraunaverkefnið „Lífslistin“ er námskeið fyrir hópa unglinga sem eiga við geðræn vandamál að stríða, þar sem blandað er saman listsköpun og viðtalsmeðferð hjá sálfræðingi.

Rauði kross Íslands: Framhald á vel heppnuðum fræðslunámskeiðum víða um land fyrir aðstandendur geðfatlaðra og áhugafólk um geðheilbrigðismál. Samhliða námskeiði er stofnaður sjálfshjálparhópur á hverjum stað.

Spegillinn: Fræðsluheimsóknir og forvarnir í framhaldsskólum gegn átröskunum, sjálfseyðandi lífstíl og fitufordómum.

Umsjón persónuverndarvalkosta

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

#
sc_anonymous_id, WIDGET::local::assignments

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

#
GPS, PREF, VISITOR_INFO1_LIVE, YSC, yt.innertube::nextId, yt.innertube::requests, yt-player-bandwidth, yt-player-two-stage-token, yt-remote-cast-installed, yt-remote-connected-devices, yt-remote-device-id, yt-remote-fast-check-period, yt-remote-session-app, yt-remote-session-name
IDE, test_cookie
UID, UIDR,

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.