Skip to main content
FréttirGreinarVítt og breitt

Opin Hugaraflskvöld mánaðalega í vetur! Allir velkomnir

By October 25, 2019October 28th, 2019No Comments
Fyrsta Hugaraflskvöldið þann 24. október – tókst með ágætum. Fluttar voru stuttar sögur samkvæmt Moth nálguninni. Moth nálgunin byggir á að atburðir í lífi hvers og eins eru settir fram í stuttri frásögn svo kjarninn komist til skila og sé áhugaverð fyrir áheyrandann. Hver er sagan þín og hvernig viltu miðla henni? Hvernig veljum við og mótum okkar eigin lífssögu? Gestir voru ánægðir með kvöldið og gáfu sögumönnum gott “feedback”.

Páll Ármann Pálsson, Magnea Reinaldsdóttir, Svava Arnardóttir og Guðlaugur Ellertsson fluttu sögur og fengu góðar viðtökur.

Næsta Hugaraflskvöld verður þann 21.nóvember og yfirskrift kvöldsins er “Klikkaðir tónleikar” Spiluð verða ýmis lög úr ólíkum tónlistarstefnum sem eiga það sameignlegt að vera svolítið klikkuð. Húsband Hugarafls sér um stuð og gaman, hvetjum ykkur til að eiga með okkur fjöruga kvöldstund!

Fyrsta Hugaraflskvöldið