Hugarafl í samstarfi við systursamtök sín í Grikklandi, Anima býður öllum Hugaraflsmeðlimum að taka þátt í þriggja daga ráðstefnu og vinnusmiðjum. Verkefnið er hluti af Evrópsku samstarfsverkefni þar sem tilgangurinn er að skapa vettvang fyrir umræðu um geðheilbrigðsmál á ósjúkdómsvæddan hátt, leita leiða til bata, ýta undir valdeflingu notanda og sporna við aukinni sjúkdómsvæðingu geðrænna erfiðleika. Frjálsu félagsamtökin í grasrót geðheilbrigðismála starfa hér saman og deila reynslu.
Anima hefur mikla reynsla af því að hjálpa notendum í krísu og koma þannig veg fyrir þvingaða meðferð. Samtökin búa einnig yfir langri reynslu lyfjaniðurtröppunar og það verður dýrmætt fyrir Hugarafl að fá að heyra um þeirra starf. Hugarafl mun miðla áratuga langri reynslu sinna af því að vinna eftir batamiðaðri nálgun, nýta jafningjastuðning í starfsemi sinni og koma sér upp öflugu tengslaneti rekstri félagsins. Bjóðum alla félaga Hugarafls velkomin til spennandi samtals og vinnustofa um batamiðaða og valdeflandi nálgun í geðheilbrigðismálum.
#activecitizensfund_GR #ACF_GR #activecitizens #civilsociety
@active citizens fund Greece @EEA and Norway Grants @EEA Grants Greece
@Bodossaki Foundation @SolidarityNow @The Norwegian Embassy in Athens,
Greece