Hinn þekkti geðlæknir Daniel B. Fisher, MD, PhD hefur sent Hugarafli stuðningsyfirlýsingu, samkvæmt tilkynningu frá félaginu.
Hugarafl, samtök sem veitt hafa eftirfylgd og stuðning við þá sem glíma við geðræn vandamál, sendu frá sér yfirlýsingu í maí, sem sögð var neyðarkall til flokksformanna ríkisstjórnarinnar, en heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ákvað fyrr í vetur að hætta samstarfi sínu við Hugarafl og áður var fjármagn til samtakanna skorið niður, svo í óefni stefnir.
Fisher hefur unnið með Hugaraflsmönnum síðan árið 2005 og margsinnis komið til Íslands. Samstarfverkefni hafa verið fjölmörg og hann hefur komið fram í fjölmiðlum og haldið opna fyrirlestra og námskeið í samstarfi við Hugarafl.
Fisher hefur kynnt Íslendingum sögu sína af geðklofagreiningu sem hann fékk ungur maður og áður en hann fór í geðlækningar. Hann er einn af fáum geðlæknum í heiminum sem ræða reynslu sína og bata af geðklofa opinberlega um allan heim. Hann hefur undanfarna áratugi farið út um allan heim og kynnt reynslu sína og stutt mörg samfélög í innleiðingu batastefnu. Hann tók einnig þátt í stefnumótun í geðheilbrigðismálum hjá Hvíta húsinu svo fátt eitt sé nefnt.
Í Hugarafli og hjá GET(geðheilsuteymi, samstarfsaðili Hugarafls) hefur verið unnið með batamódel Fishers; PACE(Personal Assistance of Community Exsictence) með góðum árangri. Hugmyndafræði Fishers hefur verið nýtt víðar hér á landi eftir að Hugaraflsmenn kynntu hann og hans hugmyndafræði hérlendis árið 2003. Má þar nefna Háskóla Íslands, Háskólinn á Akureyri og Iðjuþjálfadeild HA og fleiri.
Fisher lítur alvarlegum augum á núverandi stöðu Hugarafls í Íslensku samfélagi og tjáir sig hér um þá skoðun og býður samtökunum sinn stuðning. Hann er einn margra samstarfsaðila Hugaraflsmanna erlendis frá sem lítur á stöðu mála hjá Hugarafli sem mikla afturför í íslensku geðheilbrigðiskerfi.
Bréfið í heild sinni:
„The Value of Mind Power to the Icelandic Community
By Daniel Fisher, MD,PhD, CEO, National Empowerment Center, Cambridge, MA
Let me introduce myself. I am a psychiatrist, with over 35 years- experience working in inpatient and community-based mental health services. I am a neurochemist who carried out extensive studies on neurotransmitter production. I am also a person with lived experience of recovery from a severe psychiatric condition. I am CEO of the National Empowerment Center which I founded 26 years ago. I also served as a commissioner on our Presidential New Freedom Commission 2002-03. Our Commission report was organized around a mission of hope, and states, “we see a future when everyone with mental illness will recover.”
I have helped develop Emotional CPR (eCPR), a way to implement the values of recovery for whole communities all over the world. I was saddened to hear from my colleagues in Iceland that Mind Power will soon have to close its doors. For over 20 years this organization has been a beacon of hope and empowerment for persons struggling with severe psychiatric conditions in Iceland and around the world.
In the last 10 years, I have made frequent visits to Iceland to consult with Mind Power. In this period, I have been consistently impressed that they are employing many of the most innovative recovery approaches found around the world. Their adaptation of Emotional CPR has placed them among world leaders in this practice. They have translated the eCPR manual into Icelandic, and have developed three trainers. They have carried out training in Scotland and Poland. In addition, they have developed a strong network of peer supporters.
This move towards peer support as a complement to clinical services is occurring in nearly every western country. In the US, I run a federally- funded center, The National Empowerment Center, which provides technical assistance to peer staffed organizations such as Mind Power. We have examples of such organizations being incubated by psychosocial services, as Mind Power has. The goal then is to support the peer-run organizations in becoming independent non-governmental organizations. We now have hundreds of peer-run NGOs in the US. We would be glad to assist Mind Power in making a transition to an independent NGO.“
Grein birtist upphaflega á DV.is