Í þessum þætti ræðir Svava Arnardóttir við Helga Jean Claessen.
Helgi hefur staðið að “Bara það besta” ráðstefnunni árlega – nú síðast í Hörpu þar sem um 400 manns komu. Hann er að vinna að heimildarmynd sem fjallar um heilsu. Hvernig má snúa við blaðinu með því að taka ábyrgðina í eigin hendur.
Í myndinni notar Helgi sína eigin vegferð til heilsu og hamingju – til að skoða samfélag sem tekst á við afleiðingar frekar en orsök.