Hugarafl og GET voru töluvert í fréttum undanfarið ár. GET var lagt niður og stóð til að minnka umsvif Hugarafls með skertri fjárveitingu. Nýverið var gerður nýr samningur við Félagsmálaráðuneyti og Vinnumálastofnun sem tryggir starfsemi Hugarafls næstu tvö árin.
Við fáum til okkar Fríðu Einarsdóttur formann Hugarafls og Auði Axelsdóttur, Hugaraflskonu og fyrrum forstöðukonu GET. Farið verður yfir nýja samninginn ásamt því að gera upp síðustu ár og skoða núverandi landslag geðheilbrigðismála hér á landi.
Klikkið óskar öllum gleðilegra jóla og þakkar samfylgdina á undanförnu ári. Það er margt spennandi framundan og við hlökkum til að vera með ykkur á nýju ári.