Skip to main content
FréttirKlikkið

Klikkið – Aðstandendur

By júlí 13, 2019mars 4th, 2020No Comments

Auður hjá Hugarafli hitti tvær ungar stúlkur, Emmu Lind sem verður 16 ára í lok ársins og Eva Rut er 17 ára. Þær eiga báðar mæður sem hafa unnið í sínu bataferli hjá Hugarafli undanfarin ár og hafa því fylgst vel með í öllu ferlinu og eru reynslunni ríkari. Þeirra frásögn er mjög upplýsandi, einlæg og falleg og í þeirra huga er það mikilvægt að stuðla að opinni umræðu um geðheilbrigðismál. Þær benda á marga mikilvæga þætti sem hafa þarf í huga vegna barna sem alast upp með foreldri sem er að kljást við geðrænar áskoranir. Þær ræða mikilvægi stuðnings við börn og lýsa þeim stuðningi sem þær fengu sem börn og ungmenni.

Skólakerfið virtist ekki veita því gaum að eitthvað bjátaði á í baklandi þeirra og þær benda á mikilvægi þess að gripið sé inní, til dæmis ef barn hættir að mæta í skólann. Einnig fara þær yfir hlutverk sitt í dag, meðvirknina sem þær þekkja vel.

Það var afar dýrmætt fyrir okkur í Klikkinu að hitta þessar mögnuðu konur! Þær eru með eindæmum hvetjandi og fróðar og benda á mikilvægi þess að börnum og ungmennum sé kennt að virða sínar eigin tilfinningar og finni leiðir til að ræða þær opinskátt. Þökkum þeim innilega fyrir komuna.