Skip to main content
FréttirKlikkið

Klikkið – Að vera vongóður

By júlí 24, 2018mars 5th, 2020No Comments

Í þessum þætti í seríu okkar um valdeflingarpunktana 15 verður punktur 5. ræddur: Að vera vongóður. Von er ómissandi liður í skilgreiningu okkar. Manneskja sem er vongóð trúir á möguleikann á breytingum og framförum í framtíðinni. Án vonar getur það virst tilgangslaust að sýna viðleitni. Samt virðast fagmenn, sem stimpla skjólstæðinga sína „ólæknandi” eða „með þrálátan sjúkdóm”, í sömu andrá ætlast til þess að þeir telji ástæðu til, og langi til, að grípa til aðgerða og gera breytingar á lífi sínu, þrátt fyrir hið algjöra vonleysi sem slíkir stimplar gefa til kynna. Árni og Páll fá til liðs við sig Auði Axelsdóttur, forstöðukonu GET, Iðjuþjálfa og einn af stofnendum Hugarafls til að ræða vonina.

Meira um valdeflingu má finna á hugarafl.is/vinnuskilgreining-a-valdeflingu/