Skip to main content
FréttirKlikkið

Klikkið – Að læra um reiði

By ágúst 7, 2018mars 5th, 2020No Comments

Við höldum áfram með valdeflingarpunktana 15 og ræðum punkt númer 7 “ Að læra um reiði og láta hana í ljósi.“ Árni og Páll fá Auði Axelsdóttur með sér í lið og ræða málið.
Fagmenn telja oft að notendur sem láta reiði í ljósi séu „að missa tökin” eða „stjórnlausir”. Það á jafnvel við þegar reiðin er réttmæt og væri talin það ef „venjuleg” manneskja léti hana í ljósi. Þetta er enn eitt dæmið um það að jákvæður eiginleiki umbreytist í neikvæðan eiginleika hjá manneskju sem hefur verið greind með geðröskun. Þar sem tjáning reiði hefur oft verið svo takmörkuð er algengt meðal notenda að óttast eigin reiði og ofmeta eyðileggingarmátt hennar. Notendur þurfa tækifæri til að læra: um reiði; að láta hana í ljósi á öruggan hátt og að þekkja takmörk hennar.