Að læra að hugsa á gagnrýninn hátt, að komast upp úr hjólförunum, að sjá hluti á annan hátt.
Þessi hluti skilgreiningarinnar vakti mesta umræðu og hópurinn átti erfitt með að þjappa honum saman í stuttu máli. Hópurinn taldi að í gegnum ferli greiningar geðröskunar og meðferðar hennar hefði líf notenda og persónuleg saga þeirra umbreyst í sjúkrasögu. Þar af leiðandi er hluti af valdeflingarferlinu endurheimt þessara ævisagna. Á svipaðan hátt felur valdeflingarferlið í sér endurheimt trúar á eigin getu og viðurkenningu á valdasamböndum, sem eru oft ógreinileg, sem fylgja meðferðaraðstæðum. Á frumstigum þátttöku í sjálfshjálparhópum er, sem dæmi, mjög algengt að þátttakendur segi hver öðrum sögu sína; bæði það að segja frá og að hlustað sé á mann eru mikilvæg atriði fyrir meðlimi hópanna. Árni og Páll fá Auði Axelsdóttur til sín til þess að ræða þennan punkt.
Meira um valdeflingu hér: hugarafl.is/vinnuskilgreining-a-valdeflingu/