Skip to main content
FjarfundirFréttir

Hugarró með Elvu Björk Ágústsdóttur og Sólrúnu Ósk Lárusdóttur

By nóvember 25, 2020No Comments

Líkamsvirðing og jákvæð líkamsímynd – Hugarró með Elvu Björk Ágústsdóttur og Sólrúnu Ósk Lárusdóttur

Hugarró Hugarafls heldur áfram göngu sinni þar sem við bjóðum upp á vikuleg streymi af likesíðu Hugarafls á facebook! Öll áhugasöm eru hvött til að taka þátt.
Föstudaginn 27. nóvember kl. 11-12 munu líkamsvirðingarkonurnar Elva Björk Ágústsdóttir og Sólrún Ósk Lárusdóttir frá hlaðvarpinu Bodkastið koma og tala um líkamsvirðingu og jákvæða líkamsímynd.
Heimsfaraldurinn, breytt rútína og virkni hafa haft áhrif á líkamsímynd margra okkar og því finnst okkur mikilvægt að ræða það sérstaklega. Komdu og taktu þátt í streyminu til að ræða hvað líkamsvirðing sé í raun, hvað felist í jákvæðri líkamsímynd og hvernig hægt sé að bæta það hjá okkur sjálfum.
Hér gefst tækifæri til að senda inn spurningar, leita lausna eða tala um það sem ykkur liggur á hjarta. Samtalið er opið og á ykkar forsendum.