Skip to main content
FjarfundirFréttir

Hugarró á morgun, föstudag

By nóvember 5, 2020No Comments

Það að vera Hugaraflsfélagi með Málfríði Hrund Einarsdóttur

Hugarró Hugarafls heldur áfram göngu sinni þar sem við bjóðum upp á vikuleg streymi af likesíðu Hugarafls! Öll áhugasöm eru hvött til að taka þátt.
Föstudaginn 6. nóvember kl. 11-12 mun Málfríður Hrund Einarsdóttir (Fríða) formaður Hugarafls ræða hvað felst í því að vera Hugaraflsfélagi.
Hvaða gildi eru til staðar, hvernig virkar þetta og hvaða áhrif hefur það á okkur sjálf? Það að vera Hugaraflsfélagi er nefnilega ekki eins og að ganga einfaldlega inn í þjónustukerfi þar sem öll fá sama pakkann, heldur frekar eins og að tilheyra samfélagi þar sem við sköpum töfrana í sameiningu.
Hér gefst tækifæri til að senda inn spurningar, leita lausna eða tala um það sem ykkur liggur á hjarta. Samtalið er opið og á ykkar forsendum.