Skip to main content
FjarfundirFréttir

Hinsegin geðheilsa – Hugarró m/ Tótlu I. Sæmundsdóttur frá S78

Hugarró Hugarafls er beint streymi á facebook síðu Hugarafls. Við hófum þessa viðburði í mars 2020 til að koma á móts við þörf almennings um opna umræðu um geðheilbrigðismál á krefjandi tímum. Öll áhugasöm eru hvött til að taka þátt.
Nú er komið að tíunda Hugarró streymi ársins 2021! Föstudaginn 12. mars kl. 11-12 mun Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna ’78, spjalla við fólk um geðheilsu hinsegin fólks.
Í streyminu mun Tótla segja stuttlega frá því hvaða þjónusta er í boði hjá Samtökunum ’78 og fara yfir stöðuna í dag hjá ungu hinsegin fólki. Hún svarar helstu spurningum sem fólk hefur um málefni hinsegin fólks og geðheilsu.
Hér gefst tækifæri til að senda inn spurningar, leita lausna eða tala um það sem ykkur liggur á hjarta. Samtalið er opið og á ykkar forsendum.