Skip to main content
FjarfundirFréttir

Fjárfestum í geðheilsunni – Hugarró með Auði Axelsdóttur

Hugarró Hugarafls heldur áfram göngu sinni þar sem við bjóðum upp á vikuleg streymi af likesíðu Hugarafls! Öll áhugasöm eru hvött til að taka þátt.
Föstudaginn 9. október kl. 11-12 mun Auður Axelsdóttir ræða leiðir til að fjárfesta í geðheilsunni og auka aðgengi að því sem stuðlar að góðri geðheilsu. Efnistökin urðu fyrir valinu þar sem þetta er þema alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins sem haldinn er hátíðlegur 10. október ár hvert.
Hér gefst tækifæri til að senda inn spurningar, leita lausna eða tala um það sem ykkur liggur á hjarta. Samtalið er opið og á ykkar forsendum.
Við verðum í beinni hér