Skip to main content
Greinar

Erum við öll út­úr­lyfjuð?

By nóvember 5, 2015No Comments

„Ég varð fer­tug á ár­inu sem er al­veg dá­sam­legt sko, en ein­hvern veg­in átti ég samt von á meiri þroska, visku og umb­urðarlyndi á þess­um merku tíma­mót­um. Það spil­ar kannski eitt­hvað inn í hvað mér finnst svo margt í ís­lensku þjóðfé­lagi ein­kenn­ast af heimsku og vit­leysu. Við hjökk­um enda­laust í sama far­inu, ger­um sömu mis­tök­in á sama hátt, ger­um þau aft­ur og aft­ur og virðumst aldrei geta lært af mis­tök­um fortíðar. Allt púðrið fer svo í að finna ein­hvern til að taka á sig allt klúðrið í stað þess að vinna að því að finna lausn­ir og nýj­ar leiðir,“ seg­ir Hrefna Óskars­dótt­ir í sín­um nýj­asta pistli á Smartlandi Mörtu Maríu:

Alla­vega.

Hrefna Óskarsdóttir.

Hrefna Óskarsdóttir. mbl.is/​Golli / Kjart­an Þor­björns­son

Eins og mér leiðist þessi vit­leysa í þjóðfé­lag­inu ótrú­lega mikið, þá dá­ist ég enda­laust að þeim sem þora að synda á móti straumn­um og segja skoðanir sín­ar og sög­ur, þrátt fyr­ir að þær stingi mann stund­um.

Sann­leik­ur­inn sting­ur nefni­lega stund­um…

Ísland er önn­ur ham­ingju­sam­asta þjóð í heimi sam­kvæmt bæði Sam­einuðu Þjóðunum og OECD. Vúhú fyr­ir okk­ur! En við erum líka sú þjóð, inn­an OECD, sem not­ar mest af geðlyfj­um til að tækla dag­legt líf. Ég hef velt því fyr­ir mér hvort það sé eng­in inn­an þessa OECD sem sjái neitt at­huga­vert við þess­ar niður­stöður…? Kannski er ég bara ein­föld og vit­laus og skil ekki stjórn­mál (sem er satt) en mér finnst samt þessi stærðfræði ein­fald­lega ekki ganga upp.

Við erum kannski bara svona ótrú­lega ham­ingju­söm af því að við erum hrein­lega út­úr­lyfjuð?

Það er miklu frek­ar dælt geðlyfj­um í fólk sem á við til­finn­ingakrís­ur að stríða, held­ur en að hjálpa þeimað vinna sig út úr þess­um krís­um. Það detta all­ir ein­hvern tíma niður í geðinu. All­ir. Annað er óhjá­kvæmi­legt þegar maður fæðist sem mann­eskja.

En það er auðvitað ekk­ert kúl við það að vera þung­lynd­ur eða með kvíða og hvað þá ef geðsjúk­dóm­arn­ir eru eitt­hvað meiri en það. Allt sem er ekki hipp og kúl vilj­um við ekki ræða op­in­skátt. Við vilj­um ekki að fólk dæmi okk­ur, við vilj­um ekki missa virðingu og aðdáun annarra. Að vera samþykkt­ur og forðast for­dæm­ingu er jú það sem þetta allt snýst um. Við göng­um oft ansi langt til þess að passa það að fólk hafi enga ástæðu til að dæma okk­ur. Við göng­um það langt að við erum oft til­bún­ari aðdeyja frek­ar en að missa virðingu og álit annarra.

Það eru all­ir með eitt­hvað sem eng­inn má vita af. Ó, þessi skelfi­lega skömm.

Fyr­ir nokkr­um árum var gerð rann­sókn í Ástr­al­íu þar sem menn reyndu að sanna þá kenn­ingu að streita eða fé­lags­leg ein­angr­un leiddu til brjóstakrabba­meins. Það sem kom í ljós var að kon­ur sem höfðu upp­lifað mikla streitu, langvar­andi streitu eða áfall­a­streitu, voru ekki lík­legri til að þróa með sér krabba­mein. Og kon­ur sem höfðu eng­an fé­lags­leg­an stuðning voru held­ur ekki í neinni hættu. En þær sem höfðu upp­lifað mikla streitu og gátu ekki talað um það – voru í 9.5 sinn­um meiri hættu á að fá krabba­mein.

Það ná­kvæm­lega sama á við um geðræna erfiðleika. Það detta all­ir niður í geðinu. Við lend­um öll í ein­hverju. En þegar við get­um ekki eða höf­um eng­an til að tala við um það sem er að valda okk­ur van­líðan, þá hrynj­um við. Niður í þung­lyndi, kvíða og sjálfs­vígs­hugs­an­ir.

Þögn­in drep­ur!

Lyf hjálpa sum­um en öðrum ekki. Þau hjálpa til við að deyfa geðið niður og lifa af en þær hjálpa okk­ur ekki að tak­ast á við til­finn­ing­arn­ar. Aðeins það að tala við ein­hvern sem maður treyst­ir ger­ir það.

Sál­fræðing­ur, heim­il­is­lækn­ir, iðjuþjálfi, hjúkr­un­ar­fræðing­ur, fé­lags­ráðgjafi, for­eldri, maki, vin­ur…. Ein­hver sem dæm­ir ekki. Ein­hver sem fær mann ekki sjá eft­ir að opna á það sem maður ótt­ast mest. Bara það að losa sig und­an skömm­inni hjálp­ar. Losa sig und­an því að finn­ast maður vera meingallað ein­tak, þegar maður er ein­fald­lega mann­leg­ur með kjána­leg­ar til­finn­ing­ar.

Eins og all­ir hinir.

Það væri ósk­andi að það væri jafn auðvelt aðgengi að fag­fólki eins og að lyfj­um. Í jafn lang­an tíma. Að það sé líka niður­greitt. En á meðan ráðamenn finna leiðir til þess að gera þenn­an mögu­leika að raun­veru­leika þurf­um við að gera meira af svona átök­um eins og #ég­erekkita­bú, #útmeða og #heila­brot.

Við þurf­um, á ein­hvern hátt, að losa okk­ur und­an fortíðinni. Ekki með því að deyfa okk­ur gagn­vart henni, held­ur með því að ræða hana, skrifa hana, syngja hana, garga hana… hvað eina það sem los­ar okk­ur við skömm­ina.

Við þurf­um að vera til staðar og hlusta og ekki dæma. Ekki hneyksl­ast og ekki gagn­rýna og ekki for­dæma. Það eiga all­ir sína sögu, sum­ar eru bara óþægi­leg­ar en aðrar eru ljót­ar. Meira segja marg­ar skelfi­lega ljót­ar.

Við vilj­um ekki trúa þeim. Við vilj­um ekki trúa því að mann­skepn­an geti verið svona vond. Við vilj­um held­ur ekki heyra okk­ar nán­ustu tala um hversu illa þeim líður. Við vilj­um að þau rífi sig upp úr svona niðurrífs­starf­semi. Það er nefni­lega eng­in skyn­semi í því.

En þess­ar sög­ur þurfa all­ar að fá að heyr­ast.

(…og það er eng­in skyn­semi í til­finn­ing­um).

Takk fyr­ir þið sem þorið að segja ykk­ar sögu, hver sem hún er. Ég held að þið séuð að gera heim­inn að betri stað.

Grein birtist upphaflega hér:  http://www.mbl.is/smartland/samskipti/2015/10/27/erum_vid_oll_uturlyfjud/