Skip to main content
Geðheilbrigðismál

„Ekki alltaf þörf á þunglyndislyfjum“

By febrúar 12, 2016No Comments

Mynd frá pixabay.comEins og fram kom í Kastljósinu á RUV eiga Íslendingar met í notkun þynglyndislyfja og Ísland trónir efst á lista af OECD-ríkjunum varðandi notkun þeirra samkvæmt nýlegri skýrslu. Gróskumikil umræða er um mismunandi meðferðarrúrræði við þynglyndi í Bandaríkjunum.

Eddie Ramirez, læknir og sérfræðingur í lífsstílssjúkdómu þar í landi sem stundað hefur rannsóknir á þunglyndismeðferðum og náð góðum árangri með sjúklinga sem þjást af þunglyndi, segir mikilvægt að huga að öðrum þáttum áður en gripið sé til lyfja.  Ramirez er líka einn af höfundum bókarinnar Rethink Food sem hefur vakið athygli í Bandaríkjunum

Hann mælir ekki gegn notkun þeirra í öllum tilfellum en telur að til annarra úrræða megi grípa fyrst eins og að borða hreina fæðu, stunda markvissa hreyfingu, fá reglulegan svefn og birtu svo eitthvað sé nefnt.

Rannsóknir hans og annars læknis að nafni Neil Nedley hafi sýnt að þunglyndissjúklingar finni oft mikinn mun á sér þegar stunduð sé markviss hreyfing á hverjum degi, þeir taki mataræði sitt í gegn og komi svefn sínum í gott horf.  Unnar matvörur sé mikilvægt að draga úr að hans mati og leggja áherslu á afurðir úr jurtaríkinu.

Hægt er að sjá viðtalið við Eddie Ramirez í Kastljósinu hér: http://ruv.is/frett/ekki-alltaf-thorf-a-thunglyndislyfjum