Skip to main content
FjarfundirFréttir

Batasagan sem verkfæri – Hugarró með Svövu Arnardóttur

By september 8, 2020No Comments

Hugarró Hugarafls snýr aftur eftir sumarfrí!

Föstudaginn 11. september kl. 11-12 byrjum við aftur með vikuleg streymi af likesíðu Hugarafls og við hvetjum öll til að taka þátt. Svava Arnardóttir iðjuþjálfi mun ræða út frá batahugmyndafræði með gagnrýnum hætti.
Hvað er batasaga og bati af andlegum áskorunum? Hvernig getum við notað batasöguna okkar sem verkfæri í eigin sjálfsvinnu? Hverjir eru kostirnir? Hvað þarf að hafa í huga og hvernig getur batasagan snúist upp í andhverfu sína?
Hér gefst tækifæri til að senda inn spurningar, leita lausna eða tala um það sem ykkur liggur á hjarta. Samtalið er opið og á ykkar forsendum.