Hugarró Hugarafls snýr aftur eftir sumarfrí!

Hvað er batasaga og bati af andlegum áskorunum? Hvernig getum við notað batasöguna okkar sem verkfæri í eigin sjálfsvinnu? Hverjir eru kostirnir? Hvað þarf að hafa í huga og hvernig getur batasagan snúist upp í andhverfu sína?
Hér gefst tækifæri til að senda inn spurningar, leita lausna eða tala um það sem ykkur liggur á hjarta. Samtalið er opið og á ykkar forsendum.