Skip to main content
FjarfundirFréttir

Af hverju þurfum við alltaf að berjast?

By desember 17, 2020No Comments

Hugarró Hugarafls á morgun, föstudag!

Hugarró Hugarafls heldur áfram göngu sinni þar sem við bjóðum upp á vikuleg streymi af likesíðu Hugarafls á facebook! Öll áhugasöm eru hvött til að taka þátt.
Föstudaginn 18. desember kl. 11-12 mun munu Málfríður Hrund Einarsdóttir formaður Hugarafls og Auður Axelsdóttir framkvæmdastjóri Hugarafls ræða út frá yfirskriftinni „Af hverju þurfum við alltaf að berjast?“.
Hugarafl eru grasrótarsamtök fólks með persónulega reynslu af andlegum áskorunum. Við komum með gagnrýnar vangaveltur og framlag til að bæta geðheilbrigðiskerfið, miðla batahugmyndafræði og uppræta fordóma gagnvart andlegum áskorunum. Við höfum orðið vör við mótspyrnu við þessum málflutningi og langar að ræða það af hverju við þurfum alltaf að berjast fyrir rétti okkar.
Af hverju er ekki tekið mark á sérfræðiþekkingu fólks með persónulega reynslu af andlegum áskorunum? Af hverju þurfum við að berjast fyrir því að raunverulegt notendasamráð eigi sér stað? Af hverju eru mannréttindi okkar ekki sjálfkrafa virt? Af hverju erum við ekki við stjórnvölinn í eigin lífi? Af hverju er ekki hlustað á það þegar við segjumst ekki vilja sjúkdómsvæðingu tilfinninga og fleiri valmöguleika?
Hér gefst tækifæri til að senda inn spurningar, leita lausna eða tala um það sem ykkur liggur á hjarta. Samtalið er opið og á ykkar forsendum.