Skip to main content
FréttirGeðheilbrigðismál

Hugarafl flutti starfssemi sína út í samfélagið 10.október!!

By October 10, 2018October 17th, 2018No Comments

Í tilefni af alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi fór Hugarafl út í samfélagið til að kynna fjölbreytta starfsemi sína. Þau heimsóttu ýmis ráðuneyti og stofnanir í dag.

Innlent

Hugar­afl heim­sótti ráðu­neyti og vel­ferðar­svið

Í tilefni af alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi fór Hugarafl út í samfélagið til að kynna fjölbreytta starfsemi sína. Þau heimsóttu ýmis ráðuneyti og stofnanir í dag.

 Í tilefni af Alþjóðlegum geðheilbrigðisdeginum í dag bauð Hugarafl ýmsum stofnunum og fyrirtækjum að heimsækja þau og halda bæði fræðslufyrirlestra og vinnusmiðjur um valdeflingu, sjálfstyrkingu og geðfræðslu.

„Við bjóðum upp á svo gríðarlegt úrval af hópum og fræðslu að við ákváðum að fara með það út í samfélagið,“ segir Málfríður Hrund Einarsdóttir formaður Hugarafls í samtali við Fréttablaðið í dag.

Málfríður segir að þau hafi heimsótt bæði ráðuneyti og ýmsar stofnanir. Mismunandi aðilar fóru á mismunandi staði.

Sem dæmi fór Thelma Ásdísardóttir með fræðslu um ofbeldi og áföll í dómsmála- og samgöngumálaráðuneytið. Bragi Sæmundsson fór með námskeiðið Bragabót sem er fræðsla um meðal annars reiði og frestunaráráttu og síðan fóru þau Árni Steingrímsson notandi hjá Hugarafli og Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi í heimsókn á velferðarsvið Reykjavíkurborgar með erindi um valdeflingu.

Að sögn Málfríðar hafa fleiri ráðuneyti þegið boð um heimsókn og munu þær fara fram á næstu viku.

Í dag er Hugarafl með opið hús i tilefni dagsins, á milli klukkan 16 og 18. Tekið verður á móti gestum með ljúfum tónum, samveru og vöfflukaffi og allir velkomnir til að fræðast um núverandi stöðu Hugarafls og innra starf á haustdögum.

Miðvikudagur 10. október 201815.51 GMT

Nánari upplýsingar um félagið er hægt að nálgast hér.