Skip to main content
Greinar

7 hlut­ir sem þú ætt­ir ekki að segja við ein­hvern með kvíða

By nóvember 5, 2015No Comments
Mikilvægt er að sýna þeim sem þjást af kvíða stuðning.

Mikilvægt er að sýna þeim sem þjást af kvíða stuðning.

Ekki segja: „Þú hef­ur margt til að vera þakk­lát/​ur fyr­ir“
Ein­stak­ling­ur með kvíðarösk­un gæti hugsað sem svo að hann sé ekki að gera nóg til að reyna að vinna á vanda­mál­inu, eða að hann sýni ekki nægj­an­legt þakk­læti.

Fólk sem þjá­ist af kvíða upp­lif­ir jafn­an mikla skömm og sekt­ar­kennd, en þessi full­yrðin gef­ur til kynna að þú telj­ir ein­stak­ling­inn ekki leggja nógu hart að sér.
Prufaðu þess í stað: „Ég kann að meta þig“

Ekki segja: „Þú ætt­ir að hug­leiða“
Hug­leiðsla er eitt af því sem mann­eskja með kvíða hef­ur mjög lík­lega prófað, og ger­ir jafn­vel reglu­lega.
Prufaðu þess í stað: „Hvað fær­ir þér frið?“

Hug­leiðsla er gott tól fyr­ir suma, en hent­ar ekki öll­um. Mark­miðið er að finna frið í sál­inni, með öll­um mögu­leg­um ráðum.

Ekki segja: „Þetta verður allt í lagi“
Þetta er hreint ekki hjálp­legt vegna þess að þeir sem þjást af kvíða sjá hlut­ina ekki í réttu ljósi.
Prufaðu þess í stað: „Ég er til staðar fyr­ir þig“

Ein­stak­ling­ar sem þjást af kvíða ein­angra sig oft, það er því gott fyr­ir þá að vita að þeir eru ekki ein­ir.

Ekki segja: „Hresstu þig bara við“
Þegar þú seg­ir við ein­stak­ling sem þjá­ist af kvíða: „vertu bara glaður“ gef­ur þú til kynna að van­líðanin snú­ist bara um vilja­styrk.
Prufaðu þess í stað: „Hvað get ég gert til að hjálpa þér að líða bet­ur?“

Ekki segja: „Þetta er allt í hausn­um á þér.“
Þessi yf­ir­lýs­ing gef­ur til kynna að sá sem þjá­ist af kvíða þurfi ein­göngu að beita sig svo­litl­um vilja­styrk. Auk þess ger­ir hún lítið úr til­finn­ing­um viðkom­andi.
Prufaðu þess í stað: „För­um og skemmt­um okk­ur svo­lítið“

Því minna sem ein­stak­ling­ar sem þjást af kvíða ein­blína á hugs­an­ir sín­ar, því auðveld­ara verður að upp­lifa gleði.

Það þarf oft ekki mikið til, göngu­túr, heim­sókn á kaffi­hús eða að fara í jóga­tíma get­ur virkað prýðilega.

Ekki segja: „Hverju hef­ur þú svo sem að kvíða?“
Þessi yf­ir­lýs­ing ger­ir lítið úr til­finn­ing­um ein­stak­lings sem þjá­ist af kvíða, og gef­ur jafn­framt í skyn að þú telj­ir hann ekki verðskulda til­finn­ing­ar sín­ar.
Prufaðu þess í stað: „Hvernig get ég hjálpað þér að tak­ast á við kvíðann?“

Við vit­um sjald­an hvað fólk er að tak­ast á við. Í stað þess að þykj­ast vita bet­ur er gott að rétta fram hjálp­ar­hönd og sýna að þú ert til­bú­inn að hjálpa.

Ekki segja: „Það er fullt af fólki með mun stærri vanda­mál en þú“
Kvíðið fólk ger­ir sér grein fyr­ir því og finn­ur jafn­vel fyr­ir sekt­ar­kennd vegna þessa. Að vera minnt­ur á þetta hef­ur ekk­ert gott í för með sér.
Prufaðu þess í stað: „Mér þykir leiðin­legt að heyra þetta, viltu tala um það?“

Það besta sem fólk get­ur gert er að bjóða fram stuðning sinn án þess að dæma.

Grein birtist upphaflega hér:  http://www.mbl.is/smartland/samskipti/2015/11/03/7_hlutir_sem_thu_aettir_ekki_ad_segja_vid_einhvern_/