Skip to main content
Fréttir

10. september 2014 – Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna

By september 7, 2014No Comments

Fréttatilkynning
10. september 2014 – Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna:

• „Rjúfum þagnarmúrinn…“ Málstofa um þögnina í kringum sjálfsvíg haldin í Iðnó við Tjörnina.
• Kyrrðarstundir á þremur stöðum á landinu í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi
Í tilefni Alþjóðadags sjálfsvígsforvarna miðvikudaginn 10. september n.k. verður viðburður í Iðnó um þagnarhjúpinn sem skapast hefur um sjálfsvíg og einnig haldnar kyrrðarstundir á þremur stöðum á landinu til að minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

1. „Rjúfum þagnarmúrinn….“
Málstofa í Iðnó við Tjörnina kl. 16. Fjallað um þögn og þöggun í kringum sjálfsvíg á Íslandi.

• Auður Axelsdóttir framkvæmdastjóri Hugfarafls og forstöðukona í Geðheilsa-Eftirfylgd. Fjallar um afleiðingar sjálfsvígs á aðstandendur og mikilvægi þess að aðstandendur fái aðstoð við að vinna úr sorg sinni.
• Óttar Guðmundsson geðlæknir á geðsviði LSH. Fjallar um sjálfsvíg ungra manna , hvatvísi, þöggun…….
• Vilhjálmur Birgisson segir frá reynslu sinni sem aðstandandi eftir sjálfsvíg.
• Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra flytur ávarp.
• Tónlist: Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona.
• Fundastjóri: Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur hjá Embætti landlæknis

2. Kyrrðarstundir í Reykjavík, Akureyri og Egilstöðum kl. 20 til að heiðra minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi

Samkoman í Dómkirkjunni er á þessa leið:
• Aðstandandi eftir sjálfsvíg segir frá reynslu sinni.
• sr. Halldór Reynisson flytur hugvekju.
• Tónlist: Högni Egilsson
• Óttar Guðmundsson geðlæknir leiðir kyrrðarstundina
• Kveikt á kertum til minningar um þau sem fallið hafa fyrir eigin hendi.
• Orgelleikur: Helga Guðmundsdóttir
Samkoman er á vegum þjóðkirkjunnar, landlæknis , geðsviðs LSH, Nýrrar dögunar, Lifa, Hugarafls, Rauða krossins og Geðhjálpar.
Samkoman í Akureyrarkirkju er á þessa leið;
• Aðstandandi eftir sjálfsvíg segir frá reynslu sinni
• Tónlistarflutningur.
• Sr. Hildur Eir Bolladóttir leiðir stundina og flytur hugvekju
• Kveikt á kertum til minningar um þau sem fallið hafa fyrir eigin hendi.
Eftir stundina verður kynning á starfi Samhygðar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð og aðstandenda eftir sjálfsvíg.
Samkoman í Egilstaðakirkju er á þessa leið;
• Aðstandandi eftir sjálfsvíg segir frá reynslu sinni
• Tónlistarflutningur.
• Ólöf Margrét Snorradóttir guðfræðingur leiðir stundina og flytur hugvekju.
• Kveikt á kertum til minningar um þau sem fallið hafa fyrir eigin hendi.
Eftir stundina verður kynning á starfi Nýrrar Dögunar , samtaka um sorg og sorgarviðbrögð og aðstandenda eftir sjálfsvíg.

Nánari upplýsingar veita:

Salbjörg Bjarnadóttir, Embætti landlæknis. S. 862-8156
Óttar Guðmundsson, Geðlæknir LSH S. 8245570
Halldór reynisson, prestur, S. 8561571
Benedikt Guðmundsson, aðstandandi, s. 897-2386