Skip to main content
Fréttir

Vinna eftir starfsdaga heldur áfram

By febrúar 8, 2016No Comments

SVOT hugaraflEins og fram hefur komið voru starfsdagar í Hugarafli fimmtudaginn 4. og föstudaginn 5. febrúar.   Almenn ánægja var með fyrirkomulagið á starfsdögum þó svo að þeir hafi verið með talsvert öðru sniði en oft áður.  Að þessu sinni var ákveðið að fara í svokallaða SVÓT greiningu þar sem safnað var saman upplýsingum frá Hugaraflsfólki um innri og ytri þætti sem áhrif hafa á starf félagsins.  Við greininguna varð meðal annars til listi yfir styrkleika og veikleika og einnig listi yfir ógnanir og tækifæri í ytra umhverfi.   Alls voru 4 hópar sem tóku þátt í þessa greiningu og voru 4-5 í hverjum hópi.

Ákveðið var að halda vinnu með þessi atriði áfram og nýta betur til að móta starf Hugarafls.  Hópurinn sem tók þátt í starfsdögum mun því hittast aftur mánudaginn 15. febrúar, klukkan 13:00 og vinna í sameiningu í anda valdeflingar að því að efla og móta starf Hugarafls til framtíðar.