Skip to main content
FréttirGreinar

Vilja tryggja Hug­arafli ör­uggt húsa­skjól

By apríl 11, 2018No Comments

Not­end­ur Hug­arafls og Geðheilsu- og eft­ir­fylgd­art­eym­is­ins (GET) stóðu í dag fyr­ir þögl­um mót­mæl­um við Vel­ferðarráðuneytið, sem hóf­ust kl. 13:00. Til­efni mót­mæl­anna er það að leggja á niður Geðheilsu- og eft­ir­fylgd­art­eymið, sem hef­ur verið starf­andi inn­an heilsu­gæsl­unn­ar síðastliðin fimmtán ár og draga úr stuðningi við Hug­arafl.

Auður Ax­els­dótt­ir iðjuþjálfi og for­stöðumaður GET sagði í morg­unþætt­in­um Ísland vakn­ar á K100 í gær að hún hefði reynt að fá rök­stuðning fyr­ir því í heilt hvers vegna leggja ætti teymið niður, án þess að fá svör.

Hug­arafl er sam­starfs­hóp­ur not­enda og fag­fólks þar sem not­endaþekk­ing og hóp­astarf er í for­grunni og hafa sam­tök­in unnið við hlið GET allt frá stofn­un fyr­ir fimmtán árum síðan. Aðstand­and­end­ur mót­mæl­anna segja í frétta­til­kynn­ingu að sam­starfi sem þessu hafi verið lýst af sér­fræðing­um sem framtíð geðheil­brigðisþjón­ustu.

Skorað er á ráðherra félagsmála og heilbrigðismála að tryggja samtökunum ...

Skorað er á ráðherra fé­lags­mála og heil­brigðismála að tryggja sam­tök­un­um Hug­arafli áfram ör­uggt húsa­skjól. mbl.is/​Hari

„Það er því ljóst að með því að slíta í sund­ur sam­starf sem þetta er verið að hverfa aft­ur til fortíðar, taka valdið af not­end­um, og skerða val­mögu­leika þeirra sem þurfa á þjón­ustu að halda vegna and­legra erfiðleika,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu mót­mæl­enda, sem skora á heil­brigðis- og fé­lags­málaráðherra að taka ábyrgð á stöðu mála og gera sér grein fyr­ir því að fjöldi fólks missi mik­il­væga þjón­ustu.

Einnig er skorað á ráðherra að tryggja það að not­end­um geti fengið sam­bæri­lega þjón­ustu og að boðið verði upp á ör­uggt húsa­skjól svo áfram verði hægt að sinna öfl­ugu hóp­a­starfi með virkri þátt­töku not­enda.

Notendur óttast að valmöguleikar þeirra sem þurfa á þjónustu að ...

Not­end­ur ótt­ast að val­mögu­leik­ar þeirra sem þurfa á þjón­ustu að halda vegna and­legra erfiðleika skerðist. mbl.is/​Hari

„Þetta eru ráðherr­ar okk­ar not­enda og sem slík­ir ættu þeir að sjá sóma sinn í að hlusta á radd­ir okk­ar, virða þá reynslu sem við búum að, og taka þörf okk­ar á mis­mun­andi úrræðum til greina,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Nokkur fjöldi safnaðist saman við Velferðarráðuneytið kl. 13.

Nokk­ur fjöldi safnaðist sam­an við Vel­ferðarráðuneytið kl. 13. mbl.is/​Hari