Skip to main content
FjarfundirFréttir

Viðbrögð við núverandi stöðu, 10.ágúst 2020

By ágúst 10, 2020No Comments

Jafningjahóparnir okkar verða nú í gegnum fjarfundarbúnað Zoom líkt og í vor! Við höldum 2 metra fjarlægð og setjum upp grímu ef við erum í sama rýminu hér í Lágmúla. Biðjum öll sem eiga erindi í húsnæðið að taka meðferðis grímu. Erum orðin ansi leikin að brosa með augunum líkt og sjá má! 🤩

Einstaklingssamtöl við fagaðila, jafningjastuðningur og stakir verkefnahópar funda í gegnum zoom, síma eða í persónu með 2 metra fjarlægð, allt eftir samkomulagi hvers og eins.

Nánari upplýsingar um starfsemi Hugarafls er dreift til virkra Hugaraflsfélaga í lokuðum hópi. Við svörum fyrirspurnum á hugarafl@hugarafl.is eða í s: 414 1550 á virkum dögum milli kl. 10-15.

Við höfum komist í gegnum erfiðleika áður og eigum fullt af bjargráðum sem hafa reynst okkur vel. Nú grípum við til þeirra og vitum að við komumst heil og á húfi í gegnum þetta tímabil líka 💚