Skip to main content
Greinar

Vaknaðu

By febrúar 21, 2014No Comments

Að lifa án hræðslu er gjöf að vera laus við innri eymd og óþarfa áhyggjur væri sem draumur ofar okkar skilningi…

Vaknaðu!!!

Að lifa án hræðslu er gjöf að vera laus við innri eymd og óþarfa áhyggjur væri sem draumur ofar okkar skilningi… en það er allt til og það er allt hægt, við erum öll einstök og það að vera sannur sjálfum þér á ekki að vera kvöð, því það er enginn betri þú en þú!

Ef þú einsetur þér vilja, aga og ábyrgð, uppskerð þú stjórn á hugsunum þínum, rökhugsun og sátt og samlyndi við sjálfið, ef þú átt þig ekki að, áttu ekkert.

Öll erum við jafn mikilvæg og það er engin ofar öðrum. Öll eigum við gagnkvæman rétt á sannri hamingju. Að læra að elska sjálfið krefst smá vinnu, en það er svo þess virði og hvað væri gaman við lífið ef maður þyrfti ekki að hafa smá fyrir því.

Við erum stríðsmenn í eilífri baráttu við okkur sjálf og lífið. En þegar þú lærir að elska þig, mun ekkert stoppa þig og þú munt uppgötva hversu mikla fegurð heimurinn hefur uppá að bjóða. Þú þarft bara að læra að líta í réttar áttir.

Þetta getur reynst afar erfitt eftir, en öll höfum við styrk… efldu hann og þú munt sjá að lífið ersvo þess virði og meira til.

Að lifa í sjálfsblekkingu og að/eða lifa undir fáránlegum standördum sjálfsblekktar þjóðar er hreint helvíti. Við erum eins og við erum, af hverju ekki að elska það og vera nákvæmlega eins og maður er skapaður. Þú ert þinn herra og enginn skal segja þér neitt annað.

Lífið snýst um allt annað en að vera heltekinn af útliti, ímynd, reiði, biturleika, kjaftasögum, valdi, peningum, græðgi og svo framvegis.

Lífið snýst um að gefa og þiggja… virðingu, vináttu, sanngirni, samúð, hamingju og ást og það að vera þakklátur.

Lífið snýst um að vera sannur sjálfum sér og njóta þess að takast á við hvern dag með opnum huga og jákvæðu viðhorfi.

Ef enginn hefur sjálfið hverfur öll sérstæða og það mun enda í vélrænu samfélagi sem segir já og amen við öllu sem er matað ofaní það. Ekkert frumkvæði, enginn vilji, allir eins, hversu ömurlegt væri það?

Hlustaðu á þig og þína skynsemi, þú tekur ábyrgð á þér og þínum ákvörðunum.

Þú hefur valið! Þú ert þú!

VAKNAÐU!!!

Karen Björg M. Einars.