Skip to main content
Fréttir

„Þetta er ströggl á hverju ári“

By apríl 6, 2017No Comments

„Við erum orðin þreytt á þessu ströggli ár eftir ár, við viljum fá varanlega úrbót,“ segir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, en samtökin mótmæltu fyrir utan heilbrigðisráðuneytið í dag vegna skerðingar á framlögum. Skjólstæðingar Hugarafls segja margir að úrræðið hafi bjargað lífi þeirra.

Hug­arafl er not­end­a­stýrt úrræði fyr­ir fólk með geðrask­an­ir og þar er iðkuð end­ur­hæf­ing og starfsþjálf­un af ýmsu tagi.

Aðstoðar­menn fé­lags­málaráðherra og heil­brigðisráðherra tóku á móti stór­um hópi sem komu sam­an við heil­brigðisráðuneytið við Skóg­ar­hlíð og áttu stutt­an fund með hópn­um. Þar kom fram að mál­efni Hug­arafls yrði komið í far­veg inn­an stjórn­kerf­is­ins.

mbl.is heim­sótti Hug­arafl og ræddi við nokkra not­end­ur úrræðis­ins ásamt því að fylgja þeim inn í Skóg­ar­hlíð.