Skip to main content
Geðheilbrigðismál

Þetta blessaða kerfi okkar í geðheilbrigðisþjónustu, Eymundur Grófinni skrifar

By ágúst 18, 2015No Comments

Eymundur

Sparnaður er með félagssamtökum og fagmönnum á jafningjagrunni. Ráða þarf batafulltrúa á geðdeild SAk á Akureyri eins og er í Reykjavík enda stórt svæði. Batafulltrúi getur m.a.

Sparnaður er með félagssamtökum og fagmönnum á jafningjagrunni. Ráða þarf batafulltrúa á geðdeild SAk á Akureyri eins og er í Reykjavík enda stórt svæði. Batafulltrúi getur m.a. bent á úrræði og verið milliliður gagnvart kvörtunum og hvað mætti betur fara fyrir þau sem þurfa á þjónustu að halda. Þar á meðal eru aðstandendur sem verða oft út undan í kerfinu og vita ekki hvernig á að bregðast við.

Hvað lyf varðar þá var ég á miklum lyfjum en er á litlu í dag með að nýta mér m.a. Hugarafl. Hugsanlega verð ég lyfjalaus einhvern tímann en það er ekki markmið í sjálfu sér. Sama má segja að hjá okkur í Grófinni hafi menn getað minnkað við sig lyf eftir að hafa tekið skrefið og nýtt sér hjálpina. Mikilvægt er að hafa lækni með í ráðum þegar lyf eru minnkuð og nýta sér hjálpina með félagssamtökum um leið.

Meiri fræðslu og forvarnir þarf í samfélaginu til að auka skilning og draga úr fordómum gagnvart þeim sem glíma við geðraskanir. Stuðla þarf að bættri nálgun í geðheilbrigðiskerfinu þar sem hugmyndir valdeflingar um notendasýn og bataferli á jafningjagrunni fái aukið vægi.

Það eru mörg félög að gera góða hluti á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni sem hafa hjálpað mörgum að stíga skrefið í átt að bata og bættum lífsgæðum. Með meiri samvinnu félagssamtaka, kerfisins og stjórnvalda er m.a. hægt að minnka álag á geðdeildum og koma í veg fyrir að fólk einangri sig sem getur haft alvarlegar afleiðingar. Kalla líka eftir meiri samvinnu félaga á landsvísu; þótt þau séu með mismunandi úrræði þá ættu þau að geta unnið saman að ýmsum stórum verkefnum og hafa áhrif sem ein stór heild.

Við þurfum að komast úr gömlu hjólförunum og vinna betur saman. Enda er hluti af valdeflingunni að komast úr gömlu hjólförunum. Fjölmiðlar geta spilað stórt hlutverk með enn betri samvinnu við félagssamtök með að sýna það jákvæða sem er gert. Margt er hægt að gera með jákvæðni og opinn huga að leiðarljósi fyrir fólkið sem þarf á þessu að halda.

Fréttablaðið 18.8.2015