Skip to main content
Geðheilbrigðismál

Sólstöðuganga Pieta á Íslandi kynnt á Hringbraut í kvöld

By desember 14, 2016No Comments

Samtökin Pieta Ísland ætla að efna til samkomu úr myrkri í ljós til að efla von og minnast þeirra sem létust í sjálfsvígum. Benedikt Þór Guðmundsson er faðir sem þekkir sorgina og hefur ásamt fleira góðu fólki fundið leið til að efla aðra. Hér segir hann frá samstöðugöngu 21.desember úr myrkri í ljós þar sem allir geta komið og minnst þeirra sem látist hafa í sjálfsvígum. Gengið verður að Skarfakletti og út í vita sem er tákn um ljós og von. Í ,,Fólki með Sirrý“ segir Benedikt, Auður Axelsdóttir og Sigríður Ásta Eyjólfsdóttir frá úrræðum sem samtökin Pieta Ísland eru að undirbúa til að aðstoða þá sem eru í sjálfsvígsvanda. Þátturinn er á Hringbraut miðvikudag kl. 20:30 og endurtekinn um helgina og svo í kjölfarið alltaf á hringbraut.is

Í þætti kvöldsins ræðir Bendikt  stjórnamaður í Pieta á Íslandi sjálfsvígsvandann og leiðir sem samtökin Pieta Ísland eru að fara til að aðstoða fólk í sjálfsvígshættu og aðstandendur þeirra. Benedikt missti son sinn og voru þau hjónin 3 ár að reyna að finna samtök og fólk sem hægt væri að ræða við sem líka þekkti sorgina og sársaukann. Auður Axelsdóttir og Sigríður Ásta Eyþórsdóttir eru með honum í stjórn Pieta og segja frá því sem er á döfinni. Þau ræða sorgina, hættuna, sjálfskaðandi hegðun ungmenna og leiðina úr myrkri í ljósið. Fólk með Sirrý á Hringbraut á miðvikudag kl. 20:30 og endurtekið um helgina.