Skip to main content
Greinar

Samherja verkefnið gengur vel í Hugarafli

By júní 13, 2005No Comments

 

mynd10

Við í Hugarafli erum mjög ánægð með gang mála varðandi verkefni sem við köllum Samherjar. Nú þegarhafa verið tekin um það bil 70 viðtöl og hafa þau öll að okkar mati tekist vel.

Samherja verkefnið gengur út á persónulegt spjall milli tveggja einstaklinga sem þekkja geðræn vandamál. Samherjinn hefur sjálfurreynslu af því aðhafaátt við geðræna erfiðleika að stríða en er í góðum bata og vill láta gott af sér leiða.

Þessi þjónusta er ókeypis og er hún opin bæði fyrir notendur og aðstandendur og fyrir alla þá sem vilja ræða við einhvern sem hefur reynslu af geðsjúkdómum og tengdum málefnum. Ef viðkomandi óskar eftir því að fá að hitta Samherja oftar en einu sinn þá er það ekkert mál. Sem sagt í stuttu máli þá er Samherjinn sveigjanlegur og aðlagar sig að þeim einstakling sem hann er að tala við.

Ef þú lesandi góður hefur áhuga á að fá Samherja viðtal þá hafðu samband við Hugarafl í síma 414-1550 og óskaðu eftir Samherja viðtali.

Frekari upplýsingar má finna í Samherja bæklingnum hér fyrir neðan.

Kær kveðja.
Samherjar í Hugarafli.