Skip to main content
Greinar

Samantekt Sigrúnar Ólafsdóttur í lok lyfjaráðstefnu

By maí 17, 2017No Comments

Sigrún Ólafsdóttir, prófessor við félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Í lok ráðstefnu um geðlyfjanotkun á Íslandi þann 11. maí 2017 voru teknar saman helstu niðurstöður á því sem fram kom.  Andrew Grant, framleiðandi heimildarmyndarinnar Cause of death: Unknown, Jonna Sverrisdóttir, nemi við Háskóla Íslands og Sigrún Ólafsdóttir, prófessor við félagsvísindasvið Háskóla Íslands drógu saman fjögurra klukkustunda dagskrá og þeirra upplifun á ráðstefnunni.  Sigrún Ólafsdóttir lauk sinni samantekt með þessum orðum;

Ég held að það mikilvægasta sem við höfum lært í dag er að við eigum að vera áhyggjufull og kannski meira svo á Íslandi en í öðrum þróðuðum iðnríkjum. Ég ætla að nefna þrjá hluti sem hafa sérstaklega haft áhrif á mig á þessum frábæru fyrirlestrum í dag.

  • Vísindi og læknisfræði hafa fært okkur marga góða hluti, en það setur þau ekki ofar gagnrýni. Við eigum að vera gagnrýnin, þar sem að rannsóknir hafa sýnt okkur að þau endurspegla ekki alltaf “sannleikann,” eru takmörkuð, veita ákveðnum hópum í samfélaginu frekar tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, og tengjast hagsmunum, sérstaklega fjárhagslegum, oft á of beinan hátt.
  • Hvað eru vísindalegar sannanir, hvers konar gögn og aðferðir eru gild og hverjir hafa völd til að ákveða hvað telst vísindaleg sönnun? Við þurfum augljóslega meira af langtímarannsóknum á áhrifum lyfja og eigindlegum rannsóknum. Mér langar sérstaklega að nefna mikilvægi þess að gera rannsóknir á lífum þeirra sem hafa átt við geðræn vandamál að stríða, og hér á ég ekki við staðlaða spurningarlista sem skoða hvort þú sért með minni einkenni sex vikum eftir að þú byrjaðir að taka eitthvað ákveðið geðlyf. Það sem við þurfum er að reyna virkilega að skilja flókin líf einstaklinga og að setja bæði veikindareynslu þeirra og líf í félagslegt samhengi.
  • Mikilvægi þess að bjóða upp á marga möguleika í heilbrigðiskerfinu, þar sem að við spyrjum líka gagnrýnna spurninga eins og hvort að lyf eigi að vera fyrsta og í mörgum tilfellum eina lausnin, ef að þau eigi að vera langtímalausn, og hvaða upplýsingar einstaklingar fá um lyf þegar þeir koma fyrst inn í heilbrigðiskerfið með einkenni. Og það sem er kannski mikilvægast, er að á meðan allir hér í dag virðast vera sammála um mikilvægi þess að bjóða upp á marga möguleika, þá verðum við að spyrja: af hverju eigum við heimsmet í geðlyfjagjöf, engin fjölskylduheimili, engar opnar samræður, og við sjáum að starfi Hugarafls er ógnað vegna skorts á fjárframlagi frá ríkinu. Þetta er ekki læknisfræðilegt vandamál, þetta eru ákvaðanir stjórnmálamanna.

Ég tel að það sem við höfum heyrt í dag sé grundvallarsaga um samfélag okkar—hvert við stefnum og með hvaða afleiðignum, hvað þýðir það að vera manneskja, hvernig á okkur að líða og hvað er eðlilegt og óeðlilegt. Í auknu mæli leyfum við einni stétt að skilgreina það fyrir okkur—og það er ekki þannig að sú stétt eigi ekki að vera hluti af sögunni, en hún má ekki vera öll sagan—við skuldum okkur, samfélaginu í heild og sérstaklega komandi kynslóðum að krefjast þess að við eigum opnar umræður um þetta innan heilbrigðiskerfisins, en jafnvel enn frekar innan samfélagsins okkar, þar sem að þetta er eitthvað sem skiptir okkur öll máli!

Jonna Sverrisdóttir, Sigrún Ólafsdóttir og Andrew Grant ásamt fundarstjóra, Héðni Unnsteinssyni.