Skip to main content
Greinar

Sálfræðimeðferð

By febrúar 21, 2014No Comments

Ragnhildur Guðmundsdóttir

Tegundir sálfræðiviðtala eru eins margar og sálfræðingar eru margir því að þeir vinna á misjafnan hátt og styðjast við mismunandi kenningar og fræði. Einnig sníða flestir sálfræðingar meðferðina að einstaklingnum og því getur ein meðferð orðið æri ólík annarri. Markmið sálfræðiviðtala er að hjálpa einstaklingnum að ráða úr vanda sínum og styðja hann til sjálfshjálpar.

Oft byrjar fyrsta viðtalið á að farið er yfir hvers vegna viðkomandi leitar sér hjálpar, hvernig vandinn lýsir sér, hversu lengi hann hefur staðið yfir og hvað viðkomandi hefur reynt áður til að vinna bug á vandanum. Sumir leggja áherslu á að nota stöðluð greiningarpróf til að greina vandann og aðrir gera það minna eða ekki.

Allur gangur er á lengd meðferðar – sumir koma í fá viðtöl og aðrir eru í sálfræðimeðferð svo árum skiptir. Einnig eru sumir sem koma í viðtöl í nokkrar vikur eða mánuði og fylgja þeim svo eftir með því að koma öðru hverju á næstu misserum eða árum. Oft er gott að byrja á u.þ.b. tveimur til þremur viðtölum til að kynnast, mynda traust og kortleggja vandann í grófum dráttum.

Geðfræðslan