Gagnrýna Ráðherrann og segja þættina geta alið á fordómum og skömm
Fréttablaðið óskaði eftir okkar upplifun af þáttunum Ráðherrann sem sýna forsætisráðherra takast á við andleg veikindi undir mikilli skömm og þöggun.
Anna Karen Friðfinnsdóttir Hugaraflsfélagi var frábær fulltrúi radda okkar og miðlaði því sem okkur lá á hjarta frá síðasta Hugaraflsfundi.
Það skiptir máli að nútímasjónvarpsefni haldi ekki á lofti rótgrónum staðalímyndum sem viðhalda eða jafnvel auka fordóma í garð þeirra sem takast á við andlegar áskoranir. Það á ekki að ríkja skömm eða þöggun um það að ganga í gegnum andleg veikindi. Birtingarmyndin var neikvæð og ýkt
Lesa má fréttina í heild sinni hér