Skip to main content
Greinar

Pistill nr. 2 frá Einari Björnssyni Hugarafli v. „Mad in America´s international film festival“

By nóvember 10, 2014No Comments

Eb
2. Hluti

Ég fór til Ameríku í byrjun október til að fara á kvikmyndahátíð í Arlington MA http://madinamericainternationalfilmfestival.com/ sem haldin var af http://www.madinamerica.com
Þegar ég mætti á hátíðina þá hafði ég enga hugmynd um hvað biði mín, var svo sem ekki að æsa mig neitt yfir þessu öllu saman en bjóst ekki við því að það sem biði mín myndi hafa svona afgerandi áhrif á hugmyndir mínar og tilfinningar. Það sem við tók þessa daga sem hátíðin varði var tilfinningarússíbani fyrir mig og upplýsingasprengja, held samt að ég hafi bara náð að meðtaka lítinn hluta af efninu sem boðið var uppá. Heilinn á mér var á yfirsnúningi við að safna að mér upplýsingum sem ég hef svo verið að fara í gegnum eftir að ég kom heim. Kynntist líka fullt af fólki sem hefur náð að berjast við sína djöfla ef svo má segja og margt haft betur. Komst að því að ný hugmyndafræði er að ryðja sér til rúms í sambandi við það sem við köllum geðraskanir. Hugmyndafræði sem hefur orðið til þess að ég hef þurft að endurskoða mínar hugmyndir og í raun mitt lífshlaup. Hugmyndafræði sem kallar á að ég breyti því hvernig ég lít á sjálfan mig og mín “veikindi”

Ég hafði tileinkað mér þann hugsunarhátt eins og ég lýsti hér að framan að mín “veikindi” stöfuðu af ójafnvægi í boðefnum heilans. Hafði gengið út frá því að eitthvað væri að heilanum í mér. Semsagt að eitthvað væri að mér!! Síðustu vikur hef ég hugsað frekar út frá því að eitthvað hafi komið fyrir mig. Kveikjan að því að ég fór að velta þessu fyrir mér var mynd um ACE Rannsókn CDC í Bandaríkjunum http://www.cdc.gov/violenceprevention/acestudy/ Þegar ég sá það sem þar kom fram þá staðfesti það eiginlega mínar eigin hugmyndir og fékk mig til að skoða þær í raun og veru. Þó að ég hafi verið nokkuð rótgróinn í skoðunum mínum á eigin “veikindum” hafði alltaf dulist innra með mér einhver efi á þeirri skýringu að mín vandamál stöfuðu af efnafræðilegu ójafnvægi. Þegar ég svo í framhaldi af því að kynnast þessari rannsókn fór að skoða eigin æsku þá var alveg ljóst að rót minna vandamála lá þar en ekki í heilanum á mér. Af þeim 10 stigum sem ACE skilgreinir var ég með 8.

MIA-IFF-Header-v2-818x149
Home – Mad In America International Film Festival
A four-day event featuring films, live performances, and visual art that look at the history of psychiatry, challenge the current mental health system, and highlight mental health alternatives from around…
madinamericainternationalfilmfestival.com