Skip to main content
Fréttir

Örfrétt – Geðráð

By desember 12, 2023No Comments

Örfrétt – Geðráð

 

Hið nýstofnaða Geðráð heilbrigðisráðuneytisins hittist í Hugarafli þann 5 desember í fundarsal félagsins. Þetta var annar fundur ráðsins og bauð Hugarafl afnot af húsnæði sínu og fjarfundarbúnaði.

Hugarafl á sér fulltrúa í ráðinu, Grétar Björnsson, en hann er skilgreindur sem fulltrúi notenda. Hann þekkir geðheilbrigðismál mjög vel; af því að vera notandi hins hefðbundna geðheilbrigðiskerfis, kennari við námskeiðið geðheilsufélagsfræði við Háskóla Íslands, félagi í Hugarafli síðan 2006 og starfsmaður þar frá árinu 2021.

Félagið veitti þessi afnot með glöðu geði og fagnar þessari heimsókn enda einstakt tækifæri fyrir fólk sem vinnur víða í geðheilbrigðiskerfinu að hittast og auka virði geðheilbrigðisþjónustu á íslandi.

Vinna í ráðinu er enn á fyrstu metrum en það má búast við að fljótlega á nýju ári muni almenningur heyra meira af því starfi sem fer fram þegar ráðið mun láta til sín taka um hin ýmsu mál tengd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Tilgangur ráðsins er eins og kemur fram á heimasíðu heilbrigðisráðuneytis:

„Geðráð skal vera heilbrigðisráðherra til ráðgjafar við faglega stefnumörkun í geðheilbrigðismálum. Það skal fylgjast með þróun og áherslum geðheilbrigðisþjónustu hér á landi og á alþjóðavísu og hafa yfirsýn yfir stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi og í samanburði við önnur lönd. Enn fremur skal það fylgjast með framgangi gildandi aðgerðaáætlunar í geðheilbrigðismálum. Heilbrigðisráðherra getur falið geðráði verkefni sem snúa að greiningu, þróun eða útfærslu geðheilbrigðisþjónustu sem auka virði og gæði hennar fyrir notendur og aðstandendur”.

“Geðráð er skipað til tveggja ára í senn. Í því eiga sæti 17 einstaklingar að formanni meðtöldum. Sjö þeirra eru fulltrúar notenda, notendasamtaka eða félagasamtaka, þrír eru tilnefndir af háskólasamfélaginu, fimm eru fulltrúar þjónustuveitenda, auk fulltrúa embættis landlæknis og fulltrúa sveitarfélaga”.

Í ráðinu sitja eftirfarandi einstaklingar.

  • Páll Matthíasson, formaður
  • Alma Ýr Ingólfsdóttir, fulltrúi notendasamtaka eða félagasamtaka
  • Tómas Kristjánsson, fulltrúi notendasamtaka eða félagasamtaka
  • Sandra Björk Birgisdóttir, fulltrúi notendasamtaka eða félagasamtaka
  • Héðinn Unnsteinsson, fulltrúi notenda
  • Sigríður Gísladóttir, fulltrúi notenda
  • Grétar Björnsson, fulltrúi notenda
  • Ágúst Kristján Steinarsson, fulltrúi notenda
  • Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, fulltrúi embættis landlæknis
  • Sigurrós Jóhannsdóttir, fulltrúi fyrsta stigs heilbrigðisþjónustu
  • Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, fulltrúi annars stigs heilbrigðisþjónustu
  • Nanna Bríem, fulltrúi þriðja stigs heilbrigðisþjónustu
  • Gunnar Þór Gunnarsson, fulltrúi heilbrigðisþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins
  • Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir, fulltrúi frá Háskóla Íslands
  • Gísli Kort Kristófersson, fulltrúi frá Háskólanum á Akureyri
  • Linda Bára Lýðsdóttir, fulltrúi frá Háskólanum í Reykjavík
  • Friðrik Már Sigurðsson, fulltrúi frá sveitarfélögum

Starfsmenn Geðráðs verða Helga Sif Friðjónsdóttir og Ingibjörg Sveinsdóttir