Skip to main content
Geðheilbrigðismál

Ókeypis leikhús með ykkar stuðningi!

By febrúar 22, 2015No Comments

10857182_10153001295541348_1332633050629846649_oNú styttist óðum í frumsýningu á einleiknum Þú kemst þinn veg. Verkið er byggt á veruleika Garðars Sölva Helgasona og umbunarkerfis sem hann þróaði í baráttu sinni við geðrænan vanda og flytur fyrirlestra um í dag.

Frumsýning verður 1. mars næstkomandi í Norræna húsinu.

Verkið er hugsjónaverkefni og ætlunin er að bjóða uppá 10 ókeypis sýningar á verkinu í mars. Sú hugsjón býr að baki að allir eigi að geta séð sýninguna óháð efnahag og enginn þurfi að greiða fyrir að kynnast því sem það hefur fram að færa.

Óhjákvæmilegur kostnaður er hins vegar töluverður og því hefur Þú kemst þinn veg verið skráð á hópfjármögnunarsíðuna Karolinafund þar sem hægt er að styrkja verkefnið og tryggja sér sæti. Viðmiðið er 1500.- kr sætið en á síðunni er einnig að finna nánari upplýsingar um verkið:

https://www.karolinafund.com/project/view/755

Einnig er hægt að leggja inná reikning hópsins og við sjáum um að koma aurunum í söfnunina og senda ykkur miða. Bankaupplýsingar:

Iðnaðarmannaleikhúsið

Kennitala
690908-0770
Reikningsnúmer
0327-26-006909

Staðfesting á:
arnikristjans.arkandi@gmail.com
eða fimbinn@gmail.com

Öllum velkomið að bjalla með spurningar:
867-0927 eða 865-6965

Það er einlæg von okkar að þið sjáið ykkur fært að leggja verkinu lið, komið á sýningu og skemmtið ykkur konunglega!
Bestu kveðjur!
Finnbogi Þorkell Jónsson
Árni Kristjánsson