Skip to main content
FjarfundirFréttir

Ofbeldi og geðheilsa – Hugarró með Thelmu Ásdísardóttir

Hugarró Hugarafls er beint streymi á facebook síðu Hugarafls. Við hófum þessa viðburði í mars-apríl 2020 til að koma á móts við þörf almennings um opna umræðu um geðheilbrigðismál á krefjandi tímum. Öll áhugasöm eru hvött til að taka þátt.
Nú er komið að þriðja Hugarró streymi ársins 2021! Föstudaginn 22. janúar kl. 11-12 mun mun Thelma Ásdísardóttir ráðgjafi og stofnandi Drekaslóðar tala um ofbeldi og geðheilsu.
Thelma mun deila með okkur sínum hugrenningum um hvernig ofbeldi og áföll geta haft áhrif á geðheilsu okkar, jafnvel í langan tíma. Getum við gert eitthvað í því?
Hér gefst tækifæri til að senda inn spurningar, leita lausna eða tala um það sem ykkur liggur á hjarta. Samtalið er opið og á ykkar forsendum.