Skip to main content
Fréttir

Nýliðavika hjá Hugarafli 16.-20.september 2013

By september 11, 2013No Comments

Ágætu nýliðar!!

Við bjóðum hér með nýliða velkomna til að kynna sér starfssemi Hugarafls vikuna 16.-20.september. Boðið verður upp á þétta og fræðandi dagskrá alla vikuna kl.13.00-15.00 og nýliðar eru beðnir um að mæta alla dagana.

Markmiðið með nýliðavikunni er að gestir fái góða innsýn yfir starfið okkar og þá möguleika sem í boði eru fyrir hvern og einn til að vinna með í sínu bataferli. Í framhaldinu eru áhugasamir velkomnir að ganga til liðs við hópinn og taka þar með virkan þátt í starfinu.

Dagskrá:

Mánudagur; Valdefling og bati

Þriðjudagur; Samskipti

Miðvikudagur; Uppskrift að góðu sambandi

Fimmtudagur; Dagskrá Hugarafls, Batafulltrúi og reynsla

Föstudagur; Kynning á jóga, hugleiðslu og meðvirknigrúppu

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga með ykkur spennandi daga! 🙂

Vinsamlegast látið vita af þátttöku í síma 4141550 eða á netfanginu hugarafl@hugarafl.is

hugaralf fundur 2