Skip to main content
FjarfundirFréttir

Niðurtröppun geðlyfja – Hugarró með Auði Axelsdóttur iðjuþjálfa

By febrúar 11, 2021No Comments
Hugarró Hugarafls er beint streymi á facebook síðu Hugarafls. Við hófum þessa viðburði í mars 2020 til að koma á móts við þörf almennings um opna umræðu um geðheilbrigðismál á krefjandi tímum. Öll áhugasöm eru hvött til að taka þátt.
Nú er komið að sjötta Hugarró streymi ársins 2021! Föstudaginn 12. febrúar kl. 11-12 mun mun Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi og Hugaraflskona tala um niðurtröppun geðlyfja.
Hvað þarf að hafa í huga ef við viljum minnka, breyta eða hætta á geðlyfjunum okkar? Hvað þarf að passa? Hvað eru fráhvörf? Hvað er óafturkræfur skaði af geðlyfjanotkun? Hvað eru alþjóðlegu samtökin International Institute for Psychiatric Drug Withdrawal (IIPDW) að vekja athygli á?
Hér gefst tækifæri til að senda inn spurningar, leita lausna eða tala um það sem ykkur liggur á hjarta. Samtalið er opið og á ykkar forsendum.