Skip to main content
FréttirMyndbönd

Nauðsynlegt að hlusta á mannlega þáttinn

By febrúar 14, 2018No Comments

Það átti vel við að Auður Axelsdóttir, forstöðukona geðteymis Geðheilsu – Eftirfylgdar ræddi stöðu mála hjá geðteyminu og Hugarafli í Mannlega þættinum á Rás 1.  Mannlegi þátturinn hefur nefnilega setið talsvert á hakanum í þeim vinnubrögðum sem notendur og starfsfólk Geðheilsu – Eftirfylgdar hafa orðið vitni að á síðustu misserum.

Skert geðheilbrigðisþjónusta á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2018

Við blasir að Heilsugælsa höfuðborgarsvæðisins er að draga verulega úr þjónustu við stóran hóp notenda og bæði fagfólk og notendur hafa miklar áhyggjur af stöðunni.  Það segir kannski talsvert um stöðu mála, að á sama tíma og heilbrigðisráðherra talar um að setja geðheilbrigðismál í forgang, ákveður embættismannakerfið sem starfar undir ráðherra að skerða þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins verulega fyrir árið 2018.  Þvert á allar stefnur geðheilbrigðisáætlunar Alþingis.  Og hreinlega skilja eftir Kópavog, Hafnarfjörð og Garðabæ án allrar geðheilbrigðisþjónustu geðteyma fram til 2019. Slík vinnubrögð eru því miður dæmi um vanrækslu í geðheilbrigðismálum og eiga ekkert skilt við forgang í málaflokknum.